Akureyri

Rokkbúðir fyrir 10 til 13 ára á Akureyri

10. til 14. júní

Skráning hefst 10. apríl

Stelpur rokka! Norðurland bjóða upp á rokkbúðir á Akureyri sumarið 2019 fyrir 10 til 13 ára stelpur (sís og trans), trans stráka, kynsegin og intersex ungmenni í samstarfi við Rósenborg menningarmiðstöð.

Búðirnar eru 5 daga langar og hver dagur er troðfullur af hljóðfærakennslutímum, hljómsveitaæfingum, vinnusmiðjum, hópumræðum, tónlistarheimsókn, skemmtilegum leikjum, föndri og hressingu og í lokin eru haldnir glæsilegir rokktónleikar!

Viðmiðunarþátttökugjald í 10 til 13 ára búðir er 25.000 krónur. Engum þátttakanda er vísað frá sökum fjárskorts. Lesa meira um stefnu okkar um valfrjáls þátttökugjöld. Aðgengi er gott í Rósenborg, lyfta er á milli hæða. Hafið samband á info@stelpurrokka.is fyrir nánari aðgengisupplýsingar. 

Austurland

sra18.jpeg

Rokkbúðir fyrir 10 til 12 ára á Egilsstöðum

11. til 14. júní

10 til 12 ára rokkbúðir verða haldnar á Egilsstöðum, í samstarfi við Sláturhúsið, menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.

Rokkbúðirnar eru 5 daga langar og hver dagur er pakkaður af hljómsveitaæfingum, hljóðfærakennslu, hópefli og áhugaverðum vinnusmiðjum. Þátttakendur semja frumsamið lag saman í hljómsveit og flytja á lokatónleikum!

Viðmiðunarþátttökugjald  er 25.000 krónur. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Lesa meira um valfrjáls þátttökugjöld. Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg. Aðgengi er gott í Sláturhúsinu. 


Rokkbúðir fyrir 13 til 16 ára á Seyðisfirði

Dagsetningar væntanlegar fljótlega

Frá árinu 2018: Fyrstu rokkbúðir Stelpur Rokka Austurland! verða haldnar í Tónlistarskóla Seyðisfjarðar dagana 6.-10. ágúst.

Búðirnar samanstanda af skemmtilegri fimm daga dagskrá þar sem 12 til 16 ára þátttakendur læra á hljóðfæri hjá kennara, fara í vinnusmiðjur, leiki og gera þemaverkefni. Síðast en ekki síst semja þátttakendur lag saman í hljómsveit, sem þeir flytja á glæsilegum lokatónleikum fyrir fjölskyldu og vini. 

Viðmiðunarþátttökugjald  25.000 krónur. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Lesa meira um valfrjáls þátttökugjöld.

Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg til að skrá þátttöku. Gisting er í boði fyrir þá þátttakendur sem koma lengra að.

 

SRA.jpg

Vestfirðir

Næstu rokkbúðir á Vestfjörðum verða árið 2020

Frá árinu 2018:

12 til 16 ára rokkbúðir verða haldnar í fyrsta sinn á Patreksfirði, í samstarfi við Húsið, menningarmiðstöð. Búðirnar fara fram í gömlu verbúðinni við Eyrargötu, laugardag og sunnudag 12. til 13. maí. Búðirnar verða með stuttu sniði í ár, en á tveimur dögum gefst þátttakendum kostur á að læra á hljóðfæri, fara í vinnusmiðjur, hópeflisleiki og semja stutt tónverk saman í hljómsveit.

Viðmiðunarþátttökugjald  9.500 krónur. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Lesa meira um valfrjáls þátttökugjöld.

Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg til að skrá þátttöku. 

Skráning er hafin hér og stendur til 4. maí. Einnig er hægt að skrá þátttöku hjá hello@husid-workshop.com eða hjá Julie í síma 6957620.

Gisting er í boði á föstudag og laugardag fyrir þá þátttakendur sem koma lengra að. Hægt er að hafa samband við Julie í síma 6957620 fyrir nánari upplýsingar um gistingu. 

Aðgengi er sæmilegt í Húsinu. Dagskrá fer fram á fyrstu hæð en salerni er ekki með gott aðgengi fyrir notendur hjólastóla. 

Tónleikarnir í kvöld voru frábærir, lygilegt að sjá hvað stelpurnar voru búnar á gera á nokkrum dögum. Þið sem standið að þessu eigið heiður skilið fyrir starf ykkar, á eiginlega ekki orð til að lýsa ánægju minni með ykkur.

Gleymi aldrei þessum degi, svo mikil gleði og góðir straumar og innilegustu þakkir til ykkar sem gerðu þetta mögulegt :)
— Foreldrar þátttakenda í rokkbúðum á Akureyri 2013