Stelpur rokka! Norðurland bjóða upp á rokkbúðir á Akureyri sumarið 2019 fyrir 10 til 13 ára stelpur (sís og trans), trans stráka, kynsegin og intersex ungmenni í samstarfi við Rósenborg menningarmiðstöð. Einnig verður boðið upp á lagasmiðju fyrir 13 til 16 ára ungmenni dagana 19. til 21. júní

Búðirnar eru 5 daga langar og hver dagur er troðfullur af hljóðfærakennslutímum, hljómsveitaæfingum, vinnusmiðjum, hópumræðum, tónlistarheimsókn, skemmtilegum leikjum, föndri og hressingu og í lokin eru haldnir glæsilegir rokktónleikar!

Lagasmiðjan er 3 daga smiðja þar sem kafað er ofan í sköpunarferlið og hljómsveitavinnuna - 3 daga útgáfa af rokkbúðunum!

Viðmiðunarþátttökugjald í 10 til 13 ára búðir er 25.000 krónur. Viðmiðunarþátttökugjald er 13 til 16 ára lagasmiðju er 20.000 krónur. Engum þátttakanda er vísað frá sökum fjárskorts. Lesa meira um stefnu okkar um valfrjáls þátttökugjöld. Aðgengi er gott í Rósenborg, lyfta er á milli hæða. Hafið samband á info@stelpurrokka.is fyrir nánari aðgengisupplýsingar. 


SRA.jpg
sra18.jpeg

Austurland

29. júlí til 2. Ágúst

Gistirokkbúðir Stelpur Rokka! Austurland verða haldnar í Seyðisfjarðarskóla, fyrir stelpur, trans krakka og intersex á aldrinum 12-16 ára.

Búðirnar samanstanda af skemmtilegri fimm daga dagskrá þar sem þátttakendur læra á hljóðfæri hjá kennara, fara í vinnusmiðjur, leiki og gera þemaverkefni. Síðast en ekki síst semja þátttakendur lag saman í hljómsveit, sem þeir flytja á glæsilegum lokatónleikum fyrir fjölskyldu og vini.

Hádegismatur og kaffisnarl er innifalið, auk þess sem gisting og kvöldmatur verður í boði fyrir þá þátttakendur sem vilja.

Viðmiðunarþátttökugjald í búðunum er 25.000 krónur, og 30.000 krónur fyrir þá sem nýta sér gistingu og kvöldmat.

Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Lesa meira um valfrjáls þátttökugjöld.

Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg til að skrá þátttöku.

 

Skráning í Rokkbúðir fyrir 12 til 16 ára á Seyðisfirði
Vestfirðir

Næstu rokkbúðir á Vestfjörðum verða árið 2020

Frá árinu 2018:

12 til 16 ára rokkbúðir verða haldnar í fyrsta sinn á Patreksfirði, í samstarfi við Húsið, menningarmiðstöð. Búðirnar fara fram í gömlu verbúðinni við Eyrargötu, laugardag og sunnudag 12. til 13. maí. Búðirnar verða með stuttu sniði í ár, en á tveimur dögum gefst þátttakendum kostur á að læra á hljóðfæri, fara í vinnusmiðjur, hópeflisleiki og semja stutt tónverk saman í hljómsveit.

Viðmiðunarþátttökugjald  9.500 krónur. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Lesa meira um valfrjáls þátttökugjöld.

Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg til að skrá þátttöku. 

Skráning er hafin hér og stendur til 4. maí. Einnig er hægt að skrá þátttöku hjá hello@husid-workshop.com eða hjá Julie í síma 6957620.

Gisting er í boði á föstudag og laugardag fyrir þá þátttakendur sem koma lengra að. Hægt er að hafa samband við Julie í síma 6957620 fyrir nánari upplýsingar um gistingu. 

Aðgengi er sæmilegt í Húsinu. Dagskrá fer fram á fyrstu hæð en salerni er ekki með gott aðgengi fyrir notendur hjólastóla. 

Tónleikarnir í kvöld voru frábærir, lygilegt að sjá hvað stelpurnar voru búnar á gera á nokkrum dögum. Þið sem standið að þessu eigið heiður skilið fyrir starf ykkar, á eiginlega ekki orð til að lýsa ánægju minni með ykkur.

Gleymi aldrei þessum degi, svo mikil gleði og góðir straumar og innilegustu þakkir til ykkar sem gerðu þetta mögulegt :)
— Foreldrar þátttakenda í rokkbúðum á Akureyri 2013