Gleðilegt nýtt rokkár!

Við þökkum rokkbúðaþátttakendum, foreldrum, samstarfsaðilum og velunnurum kærlega fyrir frábært starfsár og óskum ykkur gleðilegs nýs árs, uppfullu af gleði, valdeflingu og hávaða!

Eins og sjá má í myndskreytta ársyfirlitinu okkar var árið 2015 viðburðarríkt. Við héldum nýjar rokkbúðir & vinnusmiðjur fyrir breiðari aldurshóp en áður og nýir samstarfsaðilar og sjálfboðaliðar styrktu starfsemina á margvíslegan hátt. Næsta ár verður stútfullt af spennandi verkefnum sem við munum kynna mjög fljótlega! 

Hlökkum til að rokka saman á nýju ári!