Nýjar rokkbúðir í sumar fyrir 10 til 12 ára stelpur

Nú eru rokkhjólin farin að snúast á fullu og því ekki seinna vænna að tilkynna að við munum nú í fyrsta skipti bjóða upp á rokkbúðir í sumar fyrir 10 til 12 ára stelpur. Við höfum lengi stefnt að því að bjóða upp á rokkbúðir fyrir breiðari aldurshóp og erum mjög spenntar að fá yngri stelpur til liðs við okkur. Rokkbúðirnar verða haldnar dagana 15. til 19. júní en gefið verður frí 17. júní. Dagskrá rokkbúðanna verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Boðið verður upp á hljóðfæraæfingar, hljómsveitaæfingar, tónlistarheimsóknir, vinnusmiðjur, hópeflisleiki og glæsilega lokatónleika. 

Nánari upplýsingar um rokkbúðir fyrir 10 til 12 ára stelpur