Nýjar rokkbúðir á Suðurnesjum!

Nú verða Stelpur rokka! í fyrsta skipti á Suðurnesjum í sumar! Við verðum með fjögurra daga langar rokkbúðir fyrir 12 til 16 ára stelpur á Ásbrú (gamla varnarsvæðinu) dagana 9. til 12. júlí. 

Skráning opnar þann 10. maí og viðmiðunarþátttökugjald er 20.000 krónur en engri stelpu er vísað frá sökum fjárskorts. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. 

Lesa meira um rokkbúðir í Reykjanesbæ