Hljóðfærasöfnun fyrir rokkbúðir í Tógó farin af stað!

Stelpur rokka! og samtökin Sól í Tógó eru stuðningsaðilar rokkbúðanna í Tógó sem verða haldnar í ágúst fyrir tógóískar stelpur og táninga. Við munum senda út gám af hljóðfærum til rokkbúðanna því það er lítið framboð af rafmagnshljóðfærum á viðráðanlegu verði í Tógó. Samstarfið er hluti af afmælishátíð Stelpur rokka! sem verða fimm ára í ár.

Við hvetjum alla sem eiga hljóðfæri í geymslunni sem eru ekki í mikillri notkun að koma þeim áfram í hendurnar á rokkþyrstum stelpum í Tógó! Tekið verður á móti hljóðfærunum í Tónastöðinni, Skipholti 50d frá 15. apríl til 7. maí. 

Lesa meira um samstarfið við rokkbúðirnar í Tógó