Gistirokkbúðir gegn ofbeldi enda á upptökum í einu flottasta hljóðveri landsins

Það eru enn laus pláss í nýju gistirokkbúðirnar okkar á Suðurnesjum fyrir 16 til 20 ára ungmenni. Búðirnar verða haldnar dagana 21. til 24. júlí. Dagskráin er rosalega spennandi, nýjar og áhugaverðar smiðjur, kvölddagskrá og margt fleira. Rokkbúðirnar enda á upptökudegi í Sundlauginni, einu flottasta upptökuveri landsins, þar sem þátttakendur hljóðrita frumsamið lag sem verður gefið út á safndiski á netinu! 

Viðmiðunarþátttökugjald er 25.000 krónur

Innifalið í þátttökugjaldi er: hljóðfæratímar, hljómsveitaæfingar, vinnusmiðjur, kvölddagskrá, tónleikaheimsóknir, dagur í upptökuveri, hljóðupptökur, gisting og allt fæði innifalið. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. 

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri! 

Skrá þátttöku í gistirokkbúðum.