Hljóðfærin lögð af stað til Tógó!

Í dag leggja hljóðfærin sem söfnuðust í hljóðfærasöfnuninni okkar & Sólar í Tógó fyrir rokkbúðirnar í Tógó af stað á vit ævintýranna. Fram undan er tveggja mánaða ferð með flugi, trukkum, skipi og trukkum til fjallabæjarins Kpalimé í Tógó. Þar munu 25 til 30 rokkþyrstar stelpur rokka þakið af húsinu undir leiðsögn Bella Bellow orchestra og fleiri góðra tógóískra tónlistarkvenna. 

Við erum innilegar þakklátar öllum þeim sem að gáfu rausnarlegar hljóðfæragjafir í söfnunina okkar. Það eru mikil forréttindi að hafa svona góða vini og velunnara sem styðja starfið okkar og hjálpa okkur að miðla rokkorkunni áfram til samstarfskvenna úti um allan heim. Okkar innilegustu þakkir fyrir stuðninginn og gjafmildina! 

Við viljum einnig þakka Tónastöðinni, Pökkun og Flutningum og Icelandair fyrir ómetanlegan stuðning í þessu ferli. 

Sjáumst í góðu rokkstuði í Tógó! 

 

BeFunky Collage.jpg