Söfnunarátaki fyrir pólsku rokkbúðirnar lokið

Við þökkum kærlega fyrir allan stuðninginn við fjársöfnunina okkar til styrktar samstarfskonum okkar í Póllandi. Yfir 1700 evrur söfnuðust í gegnum söfnunarsíðuna Karolina Fund og við sölu rokkbúðavarnings á lokatónleikum allra rokkbúða okkar í sumar. Peningurinn hefur verið sendur til baráttusystra okkar í Foundation for Positive Change sem eru nýbúnar að halda rokkbúðir gegn kynbundnu ofbeldi,  BREAK THE SILENCE, í Suður Póllandi. Stuðningsaðilar okkar í Karolina Fund söfnuninni eiga von á góðum rokkglaðningi í pósti á næstunni. Áfram rokkbúðir og jafnréttisbarátta út um allan heim!