Skráning hefst á afmælishátíðardag, laugardaginn 22. apríl

Opnað verður fyrir skráningu í allar rokkbúðir sumarsins á afmælishátíðardaginn næstkomandi laugardag, 22. apríl. 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á afmælishátíðinni okkar á Kex Hostel! Fram koma rjóminn af þeim fjölmörgu böndum sem hafa orðið til hjá okkur í rokkbúðunum auk margra annarra frábærra tónlistarkvenna. Komið á umræður um sögu og framtíð stelpur rokka!, takið þátt í spurningakeppninni, sjáið epískan trommugjörning og kaupið flottan varning til styrktar samtökunum! Spennandi dagskrá fyrir alla aldurshópa!