Nýjar rokkbúðir á Patreksfirði, Egilsstöðum og Seyðisfirði!

Við erum mjög spennt að tilkynna að stelpur rokka! verða í fyrsta skipti með rokkbúðir í öllum fjórum landsfjórðungum í sumar!

Það hefur lengi verið draumur hjá samtökunum að vera með fasta starfsemi utan Reykjavíkur. Fyrir tveimur árum voru svæðissamtökin stelpur rokka! Norðurland stofnuð sem halda árlega tvennar rokkbúðir á Akureyri. Nú í ár hlökkum við til að hleypa samtökunum stelpur rokka! Austurlandi af stað með tvennum rokkbúðum á Egilsstöðum og á Seyðisfirði. Við munum einnig, í góðu samstarfi við Húsið, menningarmiðstöð, halda stuttar rokkbúðir á Patreksfirði helgina 12. til 13. maí. 

Skráning er hafin í rokkbúðir á Egilsstöðum og á Patreksfirði. Takmörkuð pláss eru í boði - við mælum við að skrá sig tímanlega!

 Hér eru allar upplýsingar um rokkbúðir utan Reykjavíkur í ár. 

1304 Stelpur rokka poster.jpeg