Ný raftónlistarlína í rokkbúðunum í Reykjavík!


Í 13-16 ára rokkbúðunum í Reykjavík í sumar verður boðið upp á raftónlistarlínu!

1-2 hljómsveitir verða rafhljómsveitir og munu spila á m.a. tónlistarforrit í tölvu, syntha, trommuheila, samplera og annað í þeim dúr. Hljómsveitarmeðlimir munu auk þess fá innsýn í tónlistarframleiðslu, en hljómsveitarstýrur verða reyndir pródúsentar.

Merktu við „raftónlistarlína“ í hljóðfæravali, ef þú hefur áhuga á að stofna raftónlistarband í sumar!

rafplakat.JPG