Skráning er hafin í rokkbúðir sumarsins!

ENGLISH BELOW

Við tilkynnum með gleði að skráning er hafin í rokkbúðir sumarsins!

Í sumar verður rokkað um allt land með þátttakendum á öllum aldri. Við erum sérlega spennt að tilkynna að kvennarokkbúðirnar okkar sívinsælu verða haldnar á Egilsstöðum í ár - kjörið tækifæri til að fara í rokkferðalag! Hér má nálgast nánari upplýsingar um kvennarokkbúðirnar.

Einnig verðum við með ungmennabúðir á Egilsstöðum og á Akureyri. Nánari upplýsingar um þær má finna hér.

Stærsta verkefnið okkar í ár eru alþjóðlegu rokkbúðirnar á Hvanneyri. Við munum taka á móti 80 gestum frá 10 rokkbúðasamtökum í góðu samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Örfá pláss fyrir 16 til 30 ára ungmenni eru laus í þessar gistirokkbúðir og skráning opnar fljótlega. Hér má sjá nánari upplýsingar um alþjóðarokkbúðirnar.

Við minnum á að frí og niðurgreidd pláss eru í boði í allar rokkbúðir á vegum samtakanna. Við leggjum okkur fram um að mæta þörfum allra þáttakenda og leggjum ríka áherslu á gott aðgengi í víðum skilningi.

Hlökkum til að skapa hávaða saman í sumar!

Með kveðju frá sjálfboðaliðahópi Stelpur rokka!

info@stelpurrokka.is

Registration is now open for our summer rock camps!

We are so happy to announce this years program. Stelpur rokka! will host rock camps at different locations in Iceland this coming summer. Our adult rock camp will take place in Egilsstaðir - we reccomend a rocking road trip for all who are interested!

We will also host youth rock camps in Egilsstaðir and in Akureyri in addition to our rock camps in Reykjavík.

Our biggest project this year is the International Rock Camp that will take place in Hvanneyri in august. We have a limited amount of spots open for youth aged 16 to 30 - stay tuned for registration opening soon.

We offer free and subsidized tuition for all our programming - no participant is turned away for lack of funds. We strive to offer accessible programming and accommodate our participants diverse needs as best we can.

Let’s make some noise together this summer!

Love,

Stelpur rokka! volunteer team

info@stelpurrokka.is