Gleðilegt nýtt rokkár!

Gleðilegt nýtt rokkár!

Við óskum rokkbúðaþátttakendum, foreldrum, samstarfsaðilum og velunnurum kærlega fyrir frábært ár og óskum ykkur gleðilegs nýs árs, uppfullu af gleði, valdeflingu og hávaða! 

Árið 2016 var alveg einstaklega viðburðarríkt og gleðilegt ár hjá Stelpur rokka!, enda var árið 5 ára afmælisár samtakanna og rokkorkan í hámarki. Hér má fletta myndskreyttu ársyfirliti 2016 og lesa nánar um allar rokkbúðirnar, viðburðina, afmælisverkefni, samstarfið og gleðina á afmælisárinu.

Skráning hafin í nýtt örnámskeið í hljóðtækni í nóvember!

Í fyrstu vikunni í nóvember, Airwaves vikunni, ætla Stelpur rokka!, með stuðningi frá Exton hljómtækjaleigu og Kítón, félagi kvenna í tónlist á Íslandi, að bjóða upp á örnámskeið í hljóðtækni.

Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 1. nóvember frá kl. 17-22 í húsnæði Exton, Vesturvör 30c í Kópavogi. Það er opið konum, trans fólki og kynsegin einstaklingum á öllum aldri.

3 dagar eftir af fjársöfnuninni okkar fyrir pólsku rokkbúðirnar

3 dagar eftir af fjársöfnuninni okkar fyrir pólsku rokkbúðirnar

Þriðja stóra samstarfsverkefnið okkar í ár er fjársöfnun fyrir systrabúðir okkar í Póllandi. Þær fara í næstu viku af stað með rokkbúðir gegn ofbeldi og þurfa stuðning til að geta haldið rokkbúðirnar. Það eru erfiðir tímar fyrir femínískt baráttufólk um þessar mundir. Stjórnvöld eru mjög andsnúin femínískri baráttu og boða mikið afturhald í jafnréttismálum. 

Stelpur rokka! á ráðstefnu Rokkbúðabandalagsins

Stelpur rokka! á ráðstefnu Rokkbúðabandalagsins

Stelpur rokka! eru hluti af alþjóðlegri hreyfingu rokkbúða út um allan heim sem heitir Rokkbúðabandalagið, Girls Rock Camp Alliance. Í lok mars á hverju ári hittast rokkbúðaskipuleggjendur frá yfir 50 rokkbúðum yfir langa helgi og skiptast á hugmyndum um starfið, deila reynslusögum og fræða hvora aðra um þau málefni sem brenna á fólki á hverjum stað.