Rokkbúðabandalagið (Girls Rock Camp Alliance) er alþjóðleg hreyfing tæplega 70 rokksumarbúða út um allan heim, í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Íslandi, Perú, Brasilíu, Austurríki, Þýskalandi, Japan og fleiri löndum. Stelpur rokka! eiga fulltrúa í stjórn Rokkbúðabandalagsins og höfum við sótt ráðstefnuna á hverju ári síðastliðin fjögur ár. Á ráðstefnuna mæta árlega yfir 150 konur frá fjölmörgum rokkbúðum til að deila reynslu sinni og hugmyndum, styrkja samstarfsböndin á milli búða, fræðast um nýjar nálganir í starfinu og styðja við stofnun nýrra rokkbúða víðsvegar um heiminn.

Lesa meira um Rokkbúðabandalagið

Fulltrúar Stelpur rokka! á ráðstefnu Rokkbúðabandalagsins í Philadelphia árin 2014 og 2015

Kynningarstikla Rokkbúðabandalagsins 

Heimasíða Rokkbúðabandalagsins