Stelpur rokka! og Reykjavíkurborg undirrituðu samstarfssamning til þriggja ára í febrúar 2015. Í samningi segir m.a að starfsemi samtakanna falli vel að mannréttindastefnu borgarinnar sem m.a kveður á um að börnum og unglingum sé veitt hvatning til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjamynda. 

Stelpur rokka! reiða sig á stuðning frá margvíslegum stofnunum, sjóðum, fyrirtækjum og samtökum ár hvert til að halda rokksumarbúðirnar. Styrktar- og stuðningsaðilar okkar aðstoða okkur við fjáröflun, hljóðfæralán, ferðir á ráðstefnu, kynningarmál, fæði og margvíslegt fleira Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir og hlökkum til samstarfs á komandi árum. Styrktar- og stuðningsaðilar okkar árin 2014 - 2017 eru:

Barnavinafélagið Sumargjöf, Bandaríska sendiráðið á Íslandi, Borgarsjóður, Exton, Gló, Hamborgarafabrikkan, Hljóðfærahúsið, KÍTÓN, Lingva, Menningarráð Eyþings, Rósenborg, Stúdió Sýrland, Tónastöðin, Tónlistarsjóður, Tónræktin, TÞM.