Dagsetningar 2017

20. til 23. október 

Skráning í gistirokkbúðir   

 

Stelpur rokka! bjóða í annað sinn upp á gistirokkbúðir fyrir 16 til 20 ára stelpur, trans og kynsegin ungmenni! 

Búðirnar verða haldnar í Hveragerði dagana 2o. til 23. október. Æft verður í grunnskólanum í Hveragerði og gist í einkarými á Hot Springs Hostel. Þátttakendur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, taka þátt í spennandi vinnusmiðjum, fá tónleikaheimsókn frá farsælum tónlistarkonum og halda að lokum tónleika á Loft Hostel í Reykjavík mánudagskvöldið 23. október. 

Þemað í gistirokkbúðunum er "Rokkað gegn ofbeldi". Við ætlum að fræðast um þann frábæra aktívisma gegn kynbundu ofbeldi sem er búinn að eiga sér stað í samfélaginu síðustu ár: #freethenipple #egerdrusla #þöggun #höfumhátt 

Við fáum góða gesti í heimsókn í rokkbúðirnar og munum bjóða upp á nýjar og spennandi vinnusmiðjur sem tengjast þemanu. Karatemeistarinn María Helga Guðmundsdóttir kennir sjálfsvörn, Sólveig Rós hjá Samtökunum 78 fræðir okkur um samþykki & heilbrigð sambönd og Druslugöngukonur koma og valdefla okkur til að standa saman og hafa hátt! 

Tónlistarkonurnar Lay Low og DJ. Flugvél og Geimskip ætla líka að heimsækja okkur með hádegistónleika og snilldar raftónlistarsmiðju!

Viðmiðunarþátttökugjald er 25.000 krónur. Innifalið er rokkbúðadagskrá yfir daginn og kvölddagskrá öll kvöld, gisting og matur. 

Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Lesa meira um valfrjáls þátttökugjöld.

Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg til að skrá þátttöku. Þátttakendur allstaðar af á landinu eru velkomnir! Þátttakendur sjá um að koma sér til og frá Hveragerði en auðvelt er að taka strætó frá Mjódd. 

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri til að fara í ævintýraferð, vinna með farsælum tónlistarkonum, vera hluti af hreyfingu gegn ofbeldi og halda kósý tónleika! 

Gistirokkbúðirnar eru haldnar með góðum stuðningi Sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi og Velferðarráðuneytisins. 

Gistirokk 17 prufa 7.jpg