Við reiðum okkur á stuðning frá vinum og velunnurum til að geta rokkað. Þú getur stutt starfið á ýmsan hátt. 

 

Frjáls framlög

Vinir og velunnarar geta stutt við bakið á okkur og lagt til frjálst framlag til að styðja starfið. Framlag þitt rennur óskipt til að bjóða efnaminni stúlkum upp á ókeypis pláss í rokksumarbúðunum. 

Reikningsnúmer Stelpur rokka!: 301-26-700112

Kennitala: 700112-0710

Frjálst framlag í gegnum Paypal →

 

Áttu hljóðfæri?

Okkur vantar fleiri hljóðfæri fyrir þátttakendur í rokksumarbúðunum. Ef þú átt hljóðfæri sem þú hefur tök á að lána eða gefa, endilega hafðu samband við okkur. Við ábyrgjumst að skila hljóðfærinu í sama ástandi og við fengum það lánað og við borgum allar nauðsynlegar smálegar hljóðfæraviðgerðir og viðhald.  

Já, ég get gefið eða lánað hljóðfæri →

Vertu sjálfboðaliði

Okkur vantar sjálfboðaliða í öll verkefni, stór og smá. 

Vilt þú hjálpa stelpum að æfa saman í hljómsveit og semja lög? Gætirðu kennt byrjendum í litlum hópi á hljóðfæri? Ert þú með tillögu að vinnusmiðju um eitthvað efni tengt konum í tónlist? 

Ert þú starfandi tónlistarkona sem vilt koma og halda stutta hádegistónleika í rokkbúðunum og spjalla við þátttakendur?

Hefurðu lítinn tíma en gætir hjálpað að dreifa plakötum eða útbúa hressingu fyrir sjálfboðaliðana í einn dag í rokksumarbúðunum?

Það er ekki skilyrði að vera með bakgrunn í tónlist, bara að vera eldri en 18 ára og hafa áhuga og ánægju af því að vinna saman í hópi og metnað fyrir því að efla ungar stelpur í gegnum tónlist.

Við bjóðum upp á öflugt fræðslunámskeið fyrir sjálfboðaliðana okkar hvert vor. Sjálfboðaliðar fá ferðakostnað greiddan.

Komdu og vertu með, við hlökkum til að heyra frá þér!

Já, ég vil vera með→