Stelpur rokka! og Reykjavíkurborg undirrituðu samstarfssamning til þriggja ára í febrúar 2015, endurnýjuðu samning í janúar 2018 og aftur í janúar 2021. Í samningi segir m.a. að starfsemi samtakanna falli vel að mannréttindastefnu borgarinnar sem m.a kveður á um að börnum og unglingum sé veitt hvatning til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjamynda.
Stelpur rokka! reiða sig á stuðning frá margvíslegum stofnunum, sjóðum, fyrirtækjum og samtökum ár hvert. Styrktar- og stuðningsaðilar okkar aðstoða okkur við fjáröflun, hljóðfæralán, ferðir á ráðstefnu, kynningarmál, fæði og margvíslegt fleira. Við þökkum styrktar- og stuðningsaðilum okkar árið 2018:
Tónskóli Sigursveins, Reykjavíkurborg, Velferðarráðuneytið, Utanríkisráðuneytið, Uppbyggingarsjóður Norðurlands, Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra, Menningarsjóður Akureyrar, Uppbyggingarsjóður Austurlands, Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður
Arion Banki á Egilsstöðum, Borgarbókasöfn, Dominos, Druslugangan, Efla verkfræðistofa, Exton, Hamborgarafabrikkan, Hitt húsið, Hljóðfærahúsið, Húsið, Icelandair, Joe and the Juice, Jónína Björg Magnúsdóttir, Kex hostel, KÍTÓN, Lemon, Loft hostel, Menningarhúsið Rósenborg, Miðberg, Native Instruments, Nexus, Samtökin 78, Sláturhúsið menningarmiðstöð, Smyril line, Skaftfell, Sól í Tógó, Tabú, Tónastöðin, Tónklasinn, Tónlistarskólinn á Seyðisfirði, Trans Ísland, TÞM, Valdís Björt Guðmundsdóttir og aðrir höfundar ljóðabókarinnar Innvols, Verkfræðistofan Tröð.
Exton og Hljóðfærahúsið eiga miklar þakkir skyldar fyrir frábæran græjustuðning á árinu! Einnig viljum við þakka öllum þeim sem gáfu hljóðfæri til rokkbúðanna á árinu.
Sérstaklega viljum við þakka nemendum og kennurum við Listaháskóla Íslands sem skipulögðu styrktartónleika fyrir starfið okkar og öllu tónlistarfólkinu sem þar kom fram.
Stuðningsaðilar Tógósöfnunar fá hlýjar þakkir fyrir fallega samstöðu.