Tónleikanámskeið

Tónleikanámskeið Stelpur rokka! / Læti! er nýtt 10 vikna námskeið fyrir 15-20 ára ungmenni þar sem áhersla er lögð á undirbúning og framkvæmd tónleika, kennslu í hljóðblöndun og kynningu á hljóðkerfum. Þátttakendur fara saman á tónleika, bóka hljómsveitir, vinna og dreifa markaðsefni fyrir tónleikana og taka virkan þátt í framkvæmd tónleikanna og hljóðblöndun þeirra. 

Þátttakendur námskeiðsins munu hittast á þriðjudögum frá kl. 16:00-18:00 á Borgarbókasafninu Gerðubergi undir handleiðslu Ólafar Rúnar Benediktsdóttur hljóðkonu og umsjónarkonu tónlistarmiðstöðvar Læti! 

Fyrsti hittingur: 1. október kl. 16:00

Með tónleikanámskeiðinu vilja samtökin halda áfram að bjóða upp á ný og fjölbreytt námskeið um tæknilegar hliðar tónlistar. Verkefnið er styrkt af barnamenningarsjóði og því eru engin þátttökugjöld. 
Spurningum varðandi námskeiðið skal beint til olof@stelpurrokka.is, sími 770-6672.

Skráning er á síðu Borgarbókasafnsins (neðarlega): https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/tonleikanamskeid-stelpur-rokka-laeti

Skráningu lýkur 25. september.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170

Greenland - Call For Partners!

Læti! (Girls Rock! Iceland) is a non-profit organisation working to empower girls, trans, non-binary and intersex youth through music. Our core programming focuses on summer rock camps. Campers learn how to play an instrument, form bands, write a song and perform together. They participate in various workshops on music, gender and social topics. We provide instruments, instructors, an accessible safe space, translators, and more.

We are part of The Girls Rock Camp Alliance, an international membership network of youth-centered arts and social justice organisations. We are looking for individuals or organisations in Greenland who would be interested in establishing a rock camp in Greenland!

Greenland once had a girls rock camp that unfortunately fizzled out. Læti! has been awarded a grant from the Erasmus+ program to host a camp in Greenland again!

Together, we would aim to revive this initiative and help create a sustainable program for Greenland's youth.

Reach out to us at info@stelpurrokka.is

A poster: Join the melody. Call out to Greenlandic partners who would like to establish a rock camp in Greenland.



Grant Writing Workshop and Creatives Meet-Up

English below

Vertu með í Læti! sunnudaginn 15. september frá og taktu þátt í vinnustofu um styrkjarskrif fyrir tónlistarfólk, undir handleiðslu Estherar Thorvalds. Eftir vinnustofuna verður óformlegur hittingur fyrir skapandi fólk.

16:00-17:30 Styrkjaskrif, vinnustofa
17:30-19:00 Hittingur fyrir skapandi fólk

Þessi vinnustofa er opin konum og fólki sem tilheyrir jaðarsettum kynjum og býður upp á öruggt rými fyrir minnihlutahópa í tónlist.

Esther mun fara yfir leiðir til að skrifa sterkar styrksumsóknir, með áherslu Listamannalaun, en fresturinn fyrir þau er 1. október. Vinnustofan mun þó nýtast öllum þeim sem hyggjast sækja um styrki úr öðrum sjóðum.

Undirbúningur: Esther mælir með að þau sem hyggjast sækja um Listamannalaun verði tilbúin með verkefni sem þau ætla að framkvæma á næsta ári. Þá er gott að vera búin að hafa samband við samstarfsaðila eða bókara með góðum fyrirvara. Þótt ekki sé hægt að opinbera tónleika, plötuútgáfur, sýningar o.þ.h. áður en umsókn er send þá styrkir það umsóknina að geta sagt að viðræður séu hafnar og enn frekar að samningur sé kominn í hús.

Vinnustofan verður á ensku og íslensku, allt eftir þörfum þátttakenda.

Skráning: https://forms.gle/XuLiQZHuVwKETgqG8

Viðburðurinn er ókeypis en Læti! tekur við frjálsum framlögum:
Kennitala: 700112-0710
Reikningur: 301-26-700112

Vinnustofa í styrkjaskrifum á Facebook: https://www.facebook.com/events/1654235045427431

Eftir smiðjuna verður óformlegur hittingur skapandi fólks þar sem við skoðum leiðir til að skrifa "um mig" texta og taka hljómsveitarmyndir. Þá munum við einnig fá tækifæri til að sýna öðrum hvað þið eru að vinna að. Öllum er velkomið að sýna verk sín eða einfaldlega slaka á og njóta verka annarra. Um er að ræða afslappaðan hitting sem býður upp á rými fyrir tónlistarfólk og annað skapandi fólk til að deila verkum sínum, skiptast á athugasemdum og að þessu sinni munum við vinna að því að betrumbæta persónulega "brandið".

Ef þig langar í aðstoð til að skrifa texta um þig eða taka nýjar hljómsveitarmyndir eða einfaldlega njóta sköpunarkrafts annarra, þá er þetta hið fullkomna tækifæri.

Þú þarft ekki að taka þátt í að kynna þig nema þú viljir, en hér er þó tækifæri til að kynna þig og verkin þín og skoða hvað önnur eru að gera skemmtilegt. Þetta er kjörið tækifæri fyrir DIY listafólk að fá stuðning og endurgjöf frá fólki í svipaðri stöðu!

Konur og einstaklingar sem tilheyra jaðarsettum kynjum eru velkomin. Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á styðjandi og hvetjandi umhverfi og öruggara rými.

Upphaflega hétu þessir hittingar "Solo Artist Meet Ups" og voru til þess gerðir að leyfa fólki sem almennt vinnur einsamalt að tónlist sinni að hitta annað fólk í sömu stöðu. Við höfum ákveðið að opna viðburðina fyrir alls kyns skapandi fólk sem ekki endilega vinnur að tónlist, sem og fyrir fólk sem vinnur í hópum (t.d. hljómsveitir).

Viðburður fyrir hittinginn: https://www.facebook.com/events/1713998132702760

*English*

Join Læti! on Sunday, September 15th, for an exclusive workshop on grant writing for musicians, led by Esther Thorvalds. Afterwards we’ll have an informal meeting for creatives.

4.00-5.30 pm Grant Writing Workshop
5.30-7.00 pm Meet-Up for Creatives

Open to all women and people of marginalized genders, this workshop offers a safe space for gender minorities in music.

Esther will provide valuable tips on crafting strong grant applications, with a focus on the upcoming Artist Salaries deadline on October 1st. However, the workshop will be useful to all those who intend to apply for other grants.

Preparation: Esther recommends that those who intend to apply for the Artist's Salaries be prepared with a project they plan to carry out next year. It is good to have already contacted a partner or booker in advance. Although it may not be possible to publically reveal concerts, album releases, shows, etc. before the application is sent, it strengthens the application to be able to say that negotiations have begun and even more so that an agreement has been reached.

The workshop will be in English and Icelandic, depending on the needs of participants.

Registration: https://forms.gle/XuLiQZHuVwKETgqG8

The event is free but Læti! accepts donations:
Kennitala: 700112-0710
Reikningur: 301-26-700112

The Grant Writing Workshop on Facebook: https://www.facebook.com/events/1654235045427431

After the workshop, stay for a meet-up event where musicians and other creatives can explore bio writing and band photos as well as show others what they are working on. Everyone is welcome to show their works or simply relax and enjoy the works of others. This informal gathering offers a space for musicians and other creatives to share their work, exchange feedback, and this time we'll work on refining their personal branding.

Whether you're looking to craft a compelling bio, enhance your band photos, or simply enjoy the creativity of others, this is the perfect opportunity. Participation is entirely up to you—present your work or just sit back and appreciate the diverse talents in the room.

This is a perfect opportunity for DIY artists to get support and feedback from like-minded individuals!

Women and marginalised genders are welcome in this supportive and inspiring environment. This informal meet-up offers a safe space for gender minorities in music.

Originally, these meetings were called "Solo Artist Meet Ups" and were made to allow people who generally work alone on their music to meet other people in the same situation. We have decided to open the events to all kinds of creative people who don't necessarily work in music, as well as to people who work in groups (eg bands).

Meet-Up Event: https://www.facebook.com/events/1713998132702760

Fullorðinsnámskeið haust 2024

* English below *

Skráning er nú opin fyrir haustmisseri 2024! Í boði verða bæði einkatímar og hljómsveitatímar (áður rokkrúletta). Kennt verður á öll helstu rokkhljóðfæri: söngur, trommur, bassi, gítar og hljómborð og nú er einnig í boði að læra raftónlist!

Starfið hefst 16. september og því lýkur með lokatónleikum í desember. Kennt er í 10 skipti yfir 12 vikna tímabil.

Kennsla fer fram í V17 Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka! / Læti! að Völvufelli 15 og 17 (nema kennari og nemandi komist að samkomulagi um annað). Tónlistarmiðstöðin okkar er með fullbúið hljóðkerfi og hljóðfæri.

Námskeiðin er fyrir konur, trans menn, kvár og intersex fólk.

Fullbókað er í trommur!

HLJÓMSVEITATÍMAR FYRIR 18+

Tímarnir eru 1,5 klst. einu sinni í viku.

Verðið er 30.000 kr. en frí og niðurgreidd pláss eru í boði fyrir þau sem þurfa á að halda, engum er vísað frá vegna peningaskorts.

Leiðbeinendur nota valdeflandi aðferðir og kennslan hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Það fer það oft vel saman að sækja einkatíma samhliða hljómsveitatímum, það er þó ekki skilyrði. Í lok námskeiðs spilar hljómsveitin á nemendatónleikum.

Skráning í hljómsveitatíma: https://forms.gle/hpdNrT5CSSvK4PVv5

EINKATÍMAR FYRIR 18+

SÖNGUR, TROMMUR, HLJÓMBORÐ, BASSI, GÍTAR OG RAFTÓNLIST

Tímarnir eru 45 mínútur einu sinni í viku.

Þátttakendur setja sér markmið með kennara og velja sér námsefni sem samræmist áhugasviði nemanda. Ekki eru tekin próf en í lok námskeiðs býðst nemendum að spila á nemendatónleikum.

Verðið er 60.000 kr. Hægt er að fá færri tíma á lægra verði.

Skráning í einkatíma: https://forms.gle/45hc14k683N11LGF8

Vinsamlegast sendið fyrirspurn á info@stelpurrokka.is ef þið viljið kvittun og lýsingu vegna umsóknar um styrk frá stéttarfélagi.  

//

Registration is now open for Fall semester 2024!

There will be both private lessons and band lessons (f.k.a. rock roulette) for adults. All the main rock instruments will be available: vocals, drums, bass, guitar and keyboard, and now we also offer electronic music!

The work begins on September 16th and ends with a final concert in December. It is taught 10 times over a 12-week period.

Lessons take place at V17 Music Center (Völvufell 15 and 17) unless teacher and student agree on another location. Our music center has a fully equipped sound system and instruments.

The courses are for women, trans men, non-binary and intersex people.

BAND LESSONS FOR 18+

The classes are 1.5 hours once a week.

The price is 30,000 ISK. but free and subsidized places are available for those who need it, no one is turned away for lack of money.

The instructor uses empowering teaching methods and the lessons are suitable for both beginners and advanced students. It is a good idea to take private instrument lessons alongside the band lessons, although it is not a requirement. At the end of the course, the band plays at a student concert.

Register for band lessons: https://forms.gle/hpdNrT5CSSvK4PVv5

PRIVATE LESSONS FOR 18+

SINGING, DRUMS, KEYBOARD, BASS, GUITAR AND ELECTRONIC MUSIC

The classes are 45 minutes once a week.

The price is 60,000 ISK. You can get fewer hours at a lower price.

Participants set goals with the teacher and choose a subject of interest for the student. There are no exams, but at the end of the course students are invited to play at a student concert.

Register for private lessons: https://forms.gle/45hc14k683N11LGF8

Please, send an inquiry to info@stelpurrokka.is if you're planning on applying for a grant with your union and are in need of a receipt with a description.

Krakkanámskeið haust 2024

* English below *

Skráning er nú opin fyrir haustmisseri 2024! Í boði verða bæði einkatímar og hljómsveitatímar (áður rokkrúletta). Kennt verður á öll helstu rokkhljóðfæri: söngur, trommur, bassi, gítar og hljómborð og nú er einnig í boði að læra raftónlist!

Starfið hefst 16. september og því lýkur með lokatónleikum í desember. Kennt er í 10 skipti yfir 12 vikna tímabil.

Kennsla fer fram í V17 Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka! / Læti! að Völvufelli 15 og 17 (nema kennari og nemandi komist að samkomulagi um annað). Tónlistarmiðstöðin okkar er með fullbúið hljóðkerfi og hljóðfæri.

Námskeiðin er fyrir stelpur, trans stráka, stálp og intersex krakka.

Fullbókað er í trommur!

Hljómsveitatímar fyrir 10-17 ára

Tímarnir eru 1,5 klst. einu sinni í viku.

Verðið er 30.000 kr. en frí og niðurgreidd pláss eru í boði fyrir þau sem þurfa á að halda, engu barni er vísað frá vegna peningaskorts. Einnig er hægt að nota frístundakortið.

Leiðbeinandi notar valdeflandi kennsluaðferðir og kennslan hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Það fer það oft vel saman að sækja einkatíma samhliða hljómsveitatímum, það er þó ekki skilyrði. Í lok námskeiðs spilar hljómsveitin á nemendatónleikum.

Skráning í hljómsveitatíma: https://forms.gle/43tVJTTy5D6KrYWp7


Einkatímar fyrir 8-17 ára

söngur, trommur, hljómborð, bassi, gítar og raftónlist

Tímarnir eru 45 mínútur einu sinni í viku.

Þátttakendur setja sér markmið með kennara og velja sér námsefni sem samræmist áhugasviði nemanda. Ekki eru tekin próf en í lok námskeiðs býðst nemendum að spila á nemendatónleikum.

Verðið er 60.000 kr. Hægt er að fá færri tíma á lægra verði. Tekið er við frístundakorti gegnum Abler (áður Sportabler).

Skráning í einkatíma: https://forms.gle/xue3HWpDMV81xKjSA


Að borga með frístundakorti

Hér má finna námskeiðin okkar á Abler til að nota frístundakort:

https://www.abler.io/shop/stelpurrokka/

Athugið að einnig þarf að skrá sig í gegnum Google Forms til þess að skráning sé gild. Abler er aðeins notað til að greiða fyrir námskeið með frístundakorti.


//


Registration is now open for Fall semester 2024!

There will be both private lessons and band lessons (f.k.a. rock roulette) for children and adults. All the main rock instruments will be available: vocals, drums, bass, guitar and keyboard, and now we also offer electronic music!

The work begins on September 16th and ends with a final concert in December. It is taught 10 times over a 12-week period.

Lessons take place at V17 Music Center (Völvufell 15 and 17) unless teacher and student agree on another location. Our music center has a fully equipped sound system and instruments.

The courses are for girls, trans boys, non-binary and intersex kids.


Band lessons for 10-17 year olds

The classes are 1.5 hours once a week.

The price is 30,000 ISK. but free and subsidized places are available for those who need it, no child is turned away for lack of money. Leisure cards are accepted through Abler (f.k.a. Sportabler), but note that you must also register via Google Form.

The instructor uses empowering teaching methods and the lessons are suitable for both beginners and advanced students. It is a good idea to take private instrument lessons alongside the band lessons, although it is not a requirement. At the end of the course, the band plays at a student concert.

Register for band lessons: https://forms.gle/43tVJTTy5D6KrYWp7


Private lessons for 8-17 year olds

singing, drums, keyboard, bass, guitar and electronic music

The classes are 45 minutes once a week.

The price is 60,000 ISK. You can get fewer hours at a lower price. Leisure cards are accepted through Abler (f.k.a. Sportabler).

Participants set goals with the teacher and choose a subject of interest for the student. There are no exams, but at the end of the course students are invited to play at a student concert.

Register for private lessons: https://forms.gle/xue3HWpDMV81xKjSA


Paying with the frístund leisure card

Here are our courses on the Abler (Leisure Card) site:

https://www.abler.io/shop/stelpurrokka/

Note that you must also register via Google Forms. The registration via Abler is only used to pay with the Leisure card.


Fjáröflunartónleikar fyrir Girls Rock Togo

///English below///

Stelpur rokka! / Læti! efna til fjáröflunartónleika fyrir rokkbúðir í Tógó, Vestur-Afríku. Tónleikarnir verða haldnir á Gauknum þann 20. maí klukkan 19:00. Á tónleikunum koma fram gugusar, RAKEL, Salóme Katrín og hin hæfileikaríka tógólíska tónlistarkona Mirlinda Kuakuvi, sem jafnframt rekur rokkbúðirnar í Tógó.

KAUPA MIÐA Á TÓNLEIKANA

Miðasala fer fram í gegnum Glaze og er færsluhirðir Teya.

Stelpur Rokka! / Læti! fjármagna og styðja við tónlistarsumarbúðir fyrir stúlkur í Tógó ásamt rekstri tónlistarmiðstöðvar í höfuðborginni Lomé. Fyrstu rokkbúðirnar voru haldnar árið 2016 og gáfum við þá sneisafullan gám af hljóðfærum og öðrum tónlistarbúnaði. Nú, átta árum seinna, skipa rokkbúðirnar og tónlistarmiðstöðin æ mikilvægari sess í samfélaginu en hljóðfærin hafa séð betri daga. Búðirnar fara stækkandi með hverju sumri, nú koma yfir 50 stúlkur í hvert sinn. Við ætlum að renna enn sterkari stoðum undir starfið og gera rokkbúðunum í Tógó kleift að halda áfram að þróast í takt við aðstæður og þarfir stúlkna þar í landi.

Við hyggjumst senda nýtt hljóðkerfi og fjölda hljóðfæra til Tógó þetta sumarið. Gerum ungum tógólískum stúlkum kleift að hafa rými til tónlistarsköpunar, rými sem er oftast ætlað drengjum, og sköpum jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft þar sem þær geta tjáð sig frjálslega!

Miðaverð á tónleikana er 2.900 kr. Allur ágóði miðasölunnar rennur beint til rokkbúðanna í Tógó, auk þess sem ýmis varningur frá Tógó verður til sölu á staðnum.

Verkefnið nýtur stuðnings frá Utanríkisráðuneytinu og BM Vallá. Reykjavíkurborg styrkir samtökin Læti! / Stelpur rokka!

—-
*English*

Stelpur Rokka! / Læti! organize a fundraising concert for the Girls Rock Camp in Togo, West Africa. The concert will be held at Gaukurinn on May 20 at 19:00. The concert features gugusar, RAKEL, Salóme Katrín and the talented Togolese musician Mirlinda Kuakuvi, who runs the rock camp in Togo.

BUY TICKETS TO THE CONCERT

Tickets are sold through Glaze and the payment goes through Teya.

Stelpur Rokka! / Læti! finance and support a music summer camp for girls in Togo, as well as funding the operation of a music center in the capital, Lomé. The first rock camp was held in 2016 and we donated a container full of musical instruments and other musical equipment. Now, eight years later, the rock camp and the music center occupy an increasingly important place in society, but the instruments have seen better days. The camp is growing every summer, now more than 50 girls come every time. We intend to provide even stronger support for the work and enable the rock camp in Togo to continue developing in line with the conditions and needs of girls in that country.

We plan to send a new sound system and a number of instruments to Togo this summer. Let's enable young Togolese girls to have a space for musical creation, a space usually reserved for boys, and create a positive, supportive and encouraging atmosphere where they can express themselves freely!

Tickets to the concert are 2.900 kr. All proceeds from the ticket sales go directly to the Rock Camp in Togo, as well as various goods from Togo for sale on site.

The project is supported by the Ministry of Foreign Affairs and BM Vallá. The city of Reykjavík support the organisation Læti! / Stelpur rokka!

Hljóðfæradagur Læti! - Seljum, kaupum og lögum!

Hvar: Völvufell 15-17 (bleik hurð)

Hvenær: Sunnudaginn 12. maí kl. 16:00-20:00

*English below*

Sunnudaginn 12. maí verða samtökin Læti! / Stelpur rokka! með opið hús, fullt af hljóðfærum! Við biðlum til vina okkar sem eiga hljóðfæri sem eru að safna ryki um að koma með þau og gefa þeim nýtt líf hjá okkur. Við verðum á fullu að gera upp og endurnýja hljóðfærin okkar og tækjabúnaðinn þetta eftirmiðdegi og þiggjum hljóðfæragjafir með kærum þökkum. Við munum einnig selja eitthvað af þeim búnaði sem við eigum og getum ekki komið í not. 

Allur ágóði sölunnar mun fara til systursamtaka okkar í Tógó, Vestur-Afríku. Og hver veit nema hljóðfærin sjálf endi í Tógó?!

Einnig þiggjum við smálega hluti sem ómissandi eru í hvers kyns rokkstarfsemi; trommukjuða, gítarneglur, jack snúrur, ónotaða gítarstrengi og svo framvegis. Þetta spænist hratt upp hjá okkur með allar okkar litlu rokkhendur, hraðar en við höfum tök á að endurnýja! Hvað stærri hlutina varðar þá er mest þörf á hljómborðum, nótnastatífum og míkrafónum, en við þiggjum nánast allt. 

Hljóðfæradagurinn er opinn öllum! Við hvetjum alla vini okkar sem vettlingi geta valdið, af öllum kynjum, til að kíkja við og kynnast okkur, hljóðfærunum okkar, og starfinu nánar. Börn velkomin í fylgd með fullorðnum! 

Þið megið öll koma að prófa, snerta, kætast, hjálpa, hlæja, spila, kaupa og gefa.

Heitt verður á könnunni og djús og kex fyrir krakkana. 

Nánari upplýsingar veita:

Esther, framkvæmdastýra og trommuhirðir (info@stelpurrokka.is / s. 8654666)

Ólöf, Völvufellsstýra og sér um öll önnur hljóðfæri og búnað (olof@stelpurrokka.is)


*English*

Musical instrument day! Let's sell, buy and fix up!

Where: Völvufell 15-17 (pink door)

When: Sunday, May 12 at 16:00-20:00

On Sunday, May 12, the organization Læti! / Girls rock! will have an open house, filled with instruments! We ask our friends who have instruments that are gathering dust to bring them and give them a new life with us. We will be busy repairing and fixing up our instruments and equipment this afternoon and are gratefully accepting instrument donations. We will also sell some of the equipment that we have and cannot use.

All proceeds from the sale will go to our sister organization in Togo, West Africa. And who knows if the instruments themselves end up in Togo?!

We also accept small items that are essential in any kind of rock activity; drum sticks, guitar nails, jack cables, unused guitar strings and so on. This kinda stuff goes fast with all our little rock hands, faster than we can renew! As for the bigger items we mostly need keyboards, music stands and microphones, but we accept almost anything.

Musical instrument day is open to everyone! We encourage all our friends who can help us out, of all genders, to stop by and get to know us, our instruments, and our work more closely. Children are welcome accompanied by an adult!

You can all come try, touch, play, help, laugh, buy and give.

We’ll make some coffee and offer juice and biscuits for the kids.

More information provided by:

Esther, executive director and drum keeper (info@stelpurrokka.is / s. 8654666)

Ólof, head of the musical space and takes care of all other instruments and equipment (olof@stelpurrokka.is)

Útgáfufélag Læti! verður til

Tidal Wave með hljómsveitinni Jæja Valgerður kemur út föstudaginn 3. maí

Læti! (Stelpur rokka!) eru frjáls félagasamtök sem bjóða upp á valdeflandi tónlistarkennslu fyrir einstaklinga af jaðarsettum kynjum á öllum aldri. Flottur hópur tónlistarfólks hefur myndast í kringum starfsemina undanfarinn áratug og því rökrétt næsta skref að hasla sér völl á útgáfusviðinu!

Föstudaginn 3. maí munu samtökin Læti! gefa út fyrstu smáskífuna, Tidal Wave, með hljómsveitinni Jæja Valgerður. 

Hljómsveitin varð til innan veggja Læti! og spilar þjóðlagaskotna og pönkaða rokktónlist. Meðlimir hennar eru Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir sem syngur og spilar á gítar, Helga Dögg Björgvinsdóttir syngur bakraddir og spilar á hljómborð, Esther Þorvaldsdóttir spilar á trommur og Kristjana Guðjónsdóttir á bassa. Þær sóttu allar ýmis námskeið á vegum Læti!, t.d. rokkbúðir um hvítasunnuhelgi og hljómsveitatíma yfir veturinn. Sveitin tók upp lagið hjá upptökustjóranum Haraldi Erni Haraldssyni í hljóðveri Borgarbókasafnsins í Úlfarsárdal. Þórey teiknaði myndina sem prýðir smáskífuna en hún er myndhöfundur að atvinnu.

Tidal Wave varð til í COVID þegar að Þórey Mjallhvít gekk í gegnum krabbameinsmeðferð. „Lagið er mjög persónulegt, fjallar um að stundum langi mig bara ekkert út úr húsi. Miklu betra að fela sig bara aðeins inni,“ segir hún um lagasmíðarnar. „Það er alveg frábært að deila þessu lagi með stelpunum í hljómsveitinni, við höfum flestar gengið í gegnum eitthvað svona, þannig mér líður eins og þær tengi vel við lagið.“

Tidal Wave er bara fyrsta lagið sem Læti! hyggst gefa út. „Það lá beinast við að hljómsveit sem er fædd og uppalin innan samtakanna verði sú fyrsta sem gefur út undir merkjum Læti!“ segir Esther trommari sveitarinnar, sem er einnig framkvæmdastýra samtakanna. 

„Það er gaman að gefa út lag og það er alls ekkert stórmál. Þetta snýst auðvitað bara um stuðið og að fá listræna útrás á skemmtilegan hátt - eins og markmiðið er í öllu starfi Læti! Það er brjálað skemmtilegt að hitta stelpurnar, slúðra og spila einu sinni í viku, en núna fær annað fólk að heyra afraksturinn. Ég vona að útgáfan verði innblástur fyrir fleiri konur og fólk sem tilheyrir jaðarsettum kynjum í tónlist til að skrá sig í rokkbúðir, einkatíma, hljómsveitatíma eða bara stofna sínar eigin hljómsveitir úti í bæ.“

Við hlökkum til að deila fleiri lögum með ykkur í framtíðinni, enda nóg af flottum hljómsveitum hjá okkur í Læti!

Tidal Wave


Rokkbúðir krakka // Kids Rock Camps 2024

English below

Hinar geisivinsælu rokkbúðir fyrir krakka verða haldnar í júní í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 í Breiðholti! Opnað hefur verið fyrir skráningu!

10-12 ára (FULLT)

18.-21. júní 2024 frá 10:00-17:00

13-16 ára

10.-14. júní 2024 frá 10:00-17:00

Staðsetning: Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2, 111 Reykjavík 

Lokatónleikar 13-16 ára: Völvufell 17, 111 Reykjavík

Lokatónleikar 10-12 ára: Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2, 111 Reykjavík 

Fyrir hverja?

Rokkbúðirnar eru fyrir stelpur, trans stráka, stálp og intersex krakka á aldrinum 10-12 ára og 13-16 ára. Engin þörf er á fyrri tónlistarþekkingu!

Hvað er í boði?

Krakkarnir fá hljóðfærakennslu, fara á hljómsveitaæfingar, sækja vinnusmiðjur í textasmíði, rokksögu og fleiru og spila á lokatónleikum. Sjálfboðaliðar samtakanna halda utan um hópinn, kenna á hljóðfærin og fara í leiki. Einnig fáum við heimsóknir frá ýmsum skemmtilegum sérfræðingum sem fræða okkur um hin og þessi félagslegu málefni. Við notum valdeflandi aðferðir í kennslunni og reynum að búa til öruggt og þægilegt rými fyrir þátttakendur.

Aðstaða, aðgengi og nesti

Tónskóli Sigursveins í Hraunbergi er á tveimur hæðum og stærsti hluti starfsins fer fram á fyrstu hæð. Ekki er lyfta í húsinu, aðeins tröppur. Við biðjum þátttakendur með hreyfihömlun um að láta vita í skráningarformi svo við getum hagað dagskrá viðkomandi þannig að hún sé bara á fyrstu hæð.

Lokatónleikarnir eru haldnir í húsnæði samtakanna, þar er færanlegur rampur sem hægt er að leggja yfir þröskuldinn. 

Krakkarnir fá daglega hressingu í kaffitímanum en þurfa að koma með nesti með sér í hádegismat.


Hvað kostar?

Verðið er valfrjálst en viðmiðunarþátttökugjald eru 30.000 krónur. Engum þátttakenda verður vísað frá sökum fjárskorts, frí og niðurgreidd pláss eru í boði. 

Verkefnið er rekið af hugsjón í sjálfboðastarfi og því eru öll frjáls framlög umfram lágmarksgjaldið vel þegin.

Sú upphæð sem valin er hefur engin áhrif á möguleika þátttakanda að komast að á námskeiðinu, einungis er valið inn eftir þeim skráningum sem fyrstar berast.

Vinsamlegast leggið inn á reikning samtakanna:

301-26-700112
Kt: 700112-0710

Vinsamlega setjið fullt nafn þátttakanda í skýringu með greiðslu.

Hvar skrái ég barnið?

Skráningu í 10-12 ára búðirnar er lokið! Skráning á biðlista er hér: https://forms.gle/pxm35beh5W5U7gWx9

Skráning í 13-16 ára búðirnar: https://forms.gle/x1tf6Zfy4cCAzptt5 


Starfsemi Læti! er styrkt af Reykjavíkurborg.

English

The Kids Rock Camps 2024

The highly popular Rock Camp for kids will be held at Tónskóli Sigursveins in Hraunberg 2, Breiðholt! Registration is now open!

10-12 year olds (FULL)

18.-21. June 2024 from 10:00 am to 5:00 pm

13-16 year olds

10.-14. June 2024 from 10:00 am to 5:00 pm

Location: Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2, 111 Reykjavik

Final Concert 13-16 year olds: Völvufell 17, 111 Reykjavik

Final Concert 10-12 year olds: Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2, 111 Reykjavik

Who is it for?

The rock camps are for girls, transgender boys, non-binary kids, and intersex children aged 10-12 and 13-16. No prior musical knowledge is required!

What's included?

The kids will receive instrument lessons, attend band rehearsals, participate in workshops on songwriting, rock history, and more and perform at the final concert. Volunteers from the organization will supervise the group, teach instruments, and engage in games. We also have visits from various fun specialists who educate us on different social issues. We use empowering methods in teaching and strive to create a safe and comfortable space for participants.

Facilities, accessibility and lunch?

Tónskóli Sigursveins in Hraunberg is on two floors, but most activities take place on the first floor. There is no elevator in the building, only stairs. We ask participants with mobility impairments to let us know in the registration form so we can arrange their schedule accordingly.

The final concert will be held in the organization's premises, where there is a movable ramp that can be placed over the threshold.

The kids will get daily refreshments during the coffee break but they need to bring their own lunch.

What does it cost?

The price is optional, but the suggested participation fee is 30,000 kr. No participant will be turned away due to financial constraints; free and subsidized spots are available.

The project is run by volunteers and therefore all contributions above the minimum fee are greatly appreciated.

The chosen amount has no effect on the participants' ability to attend the course; participants are selected solely based on the order of registration.

Please deposit into the organization's account:

301-26-700112

Kennitala: 700112-0710

Please include the participant's full name in the payment description.

Where do I register my child?

Registration for 10-12 year olds is closed! To register for the waitlist, fill out this form: https://forms.gle/pxm35beh5W5U7gWx9

Registration for 13-16 year olds https://forms.gle/x1tf6Zfy4cCAzptt5 


The City of Reykjavík is a supporter of Læti!

Fullorðinsrokk // Adult Rock 2024

Fullorðinsrokk Læti! / Stelpur rokka! eru þriggja daga þjálfunarbúðir fyrir bæði byrjendur og lengra komin í hljóðfæraleik. Í búðunum lærum við að spila á hljóðfæri, stofnum hljómsveitir og semjum lög, milli þess að við sækjum vinnustofur, tökum þátt í umræðuhringjum og lærum um rokksögu og textasmíði. 

Búðirnar eru öruggt rými fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum kynjum í tónlist og allir okkar leiðbeinendur eru konur, kvár, intersex og trans einstaklingar. Lágmarksaldur er 18 ára en enginn hámarksaldur! Fólk velur sig sjálft saman í hljómsveitir, yfirleitt út frá aldri eða tónlistaráhugasviði.

Flestir þátttakendur hafa lítinn grunn á hljóðfærinu sínu en mörg sem hafa tónlistarlegan bakgrunn nýta tækifærið og læra á glænýtt hljóðfæri. Aðalmálið er bara að hafa gaman í skapandi rými! Hljómsveitirnar semja sín eigin lög og flytja á lokatónleikum.

Boðið verður upp á léttar veitingar en við hvetjum þátttakendur til að taka með nesti fyrir daginn. 

Lokatónleikar fara fram mánudaginn 20. maí á Gauknum í miðbæ Reykjavíkur kl. 17:30. Þá munu þátttakendur spila fyrir sal fullum af vinum og fjölskyldu. Að rokkbúðatónleikum loknum halda samtökin veglega styrktartónleika fyrir rokkbúðir stúlkna í Tógó, Vestur-Afríku.

 

Dagsetningar: 18.-20. maí 2024 

Staðsetning: Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2, 111 Reykjavík 

Lokatónleikar: Gaukurinn, 101 Reykjavík

Laugardagur 18. maí: 12:00 - 18:00 

Sunnudagur 19. maí: 12:00 - 20:00 (hvítasunna) 

Mánudagur 20. maí: 11:00 - 18:30 (annar í hvítasunnu)

Birt með fyrirvara um smávægilegar breytingar!

Þátttökugjald er valfrjálst en viðmiðið er 30.000 kr.

Reikningsnúmer: 301-26-700112 

Kennitala: 700112-0710

Skrifið nafnið ykkar í athugasemdir við millifærslu í heimabankanum.

Stelpur rokka! / Læti! eru sjálfboðasamtök sem starfa ekki í hagnaðarskyni og eru öll framlög umfram viðmiðunargjald vel þegin. Frí pláss eru einnig í boði.

SKRÁNING HÉR: https://forms.gle/T7CyEpGKoFMV7wWBA 

Styrktaraðilar fullorðinsrokksins eru Reykjavíkurborg og BM Vallá

ENGLISH

Adult Rock of Læti! / Stelpur Rokka! is a three-day training camp for both beginner and advanced instrument players. At the camp, we learn to play instruments, form bands, and write songs, in addition to attending workshops, participating in discussion groups, and learning about rock history and songwriting.

The camp provides a safe space for people of marginalized genders in music, and all our instructors are women, non-binary, intersex, and trans people. Minimum age is 18 but there is no upper age limit. Participants will choose their own bandmates, usually based on their age or musical interests.

Most participants have little foundation on their instrument but many people with a musical background take the opportunity and learn how to play a brand new instrument. The most important thing is to have fun in a creative environment! The bands will write their own songs and perform at the final concert.

Light refreshments will be provided, but we encourage participants to bring their own lunch for the day.

The final concert will take place on Monday, May 20th at Gaukurinn in downtown Reykjavík at 5:30 p.m. Participants will perform a concert for their friends and family. After the rock camp concert, the organization holds a support concert for a girls' rock camp in Togo, West Africa.


Dates: 18.-20. May 2024 

Location: Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2, 111 Reykjavík 

Final Concert: Gaukurinn, 101 Reykjavík

Saturday May 18th: 12:00 - 18:00 

Sunday May 19th: 12:00 - 20:00 (Whitsun) 

Monday May 20th: 11:00 - 18:30 (bank holiday)

The schedule may change somewhat!

Here you can find the application form. Please, fill out the application in as much detail as you can. 

You choose what you pay. Suggested fee is 30.000 kr.

Bank account: 301-26-700112 

Kennitala: 700112-0710

Please, write your name in the comment field in the bank transfer.

The project is run on a volunteer basis, so all donations beyond the suggested fee will be gratefully received. Free spaces are also available.

REGISTER HERE: https://forms.gle/T7CyEpGKoFMV7wWBA 

Thanks to our supporters the City of Reykjavík and BM Vallá

Vinnustofa í ljóðagerð

*English below*


Vinnustofa: Ljóðagerð - Komdu þinni rödd á framfæri!

Læti og Eurodesk á Íslandi taka höndum saman og halda ókeypis vinnustofu í ljóðagerð þann 14. apríl kl. 17-19 í húsnæði Læti Völvufelli 17. Vinnustofan er fyrir stelpur, konur, kvár, trans- og intersex fólk af öllum þjóðernum á aldrinum 16-25 ára. Á vinnustofunni ætlum við spjalla um ljóðagerð, hvaða merkingu ljóð hafa fyrir okkur og hvernig við getum komið röddum okkar á framfæri í gegnum ljóð. Skráning hér: https://forms.office.com/e/0aGQ2X2u1T

Við munum bæði spjalla um ólíkar gerðir ljóða, nokkur uppáhalds ljóðskáld og hvernig okkur finnst gott að vinna ljóð. Við munum svo taka frá tíma til að skrifa ljóð eða vinna í ljóðum sem þið hafið nú þegar byrjað að skrifa. Skrifa má ljóð á hvaða tungumáli sem er. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Ljóðakvöld: Þann 18. apríl höldum við svo ljóðakvöld í húsnæði Læti, Völvufelli 17 þar sem hópnum gefst tækifæri til að lesa upp ljóð eftir sig. Lesa má ljóð á hvaða tungumáli sem er. Ljóðakvöldið hefst kl. 19 en húsið opnar 18:30. Boðið verður upp á veitingar.

Vinnustofan og ljóðakvöldið eru haldin af tilefni Evrópuviku unga fólksins þar sem lögð er áhersla á virka lýðræðislega þátttöku ungs fólks um alla Evrópu. Eurodesk er evrópsk upplýsingaveita um tækifæri fyrir ungt fólk í Evrópu og styður við verkefni eins og Erasmus+ og European Solidarity Corps. Læti eru samtök sem sinna tónlistarkennslu og rokkbúðum fyrir stelpur, konur, kvár, trans- og intersex fólk.

English:

Workshop: The wonderful world of poetry – make space for your voice!

Læti and Eurodesk Iceland have decided to join forces to create a free workshop for writing poetry on the 14th of April at 17-19 in Völvufell 17 (where Læti is situated). The workshop is for girls, women, non-binary, trans- and intersex people aged 16-25 years old. In the workshop we will discuess poetry, what poems mean for us and how we can get our voices accross to a wider audience through poetry. Sign up here: https://forms.office.com/e/0aGQ2X2u1T

We will both discuss different types of poetry, some of our favorite authors and how we like to write our poetry. We will take some time to write poems or work on poems you have already started writing. You can write poetry in whatever language suits you. We will offer light snacks during the workshop.

Poetry night: On the 18th of April we will have a poetry night where everyone will have a chance to share their poetry. You can read your poem in any language. The poetry night will start at 19 but the doors open at 18:30. There will be food and snacks.

The workshop and poetry night are being held on the occasion of the European Youth Week where the theme is active democratic participation of young people all over Europe. Eurodesk is a free service that provices information to young people on mobility opportunities abroad and supports projects like Erasmus+ and European Solidarity Corps.

Raftónlist (framhaldsnámskeið)

English below

Framhaldsnámskeið í Raftónlist

Í framhaldsnámskeiði raftónlistar fá nemendur sem hafa öðlast grunn í notkun Ableton að halda áfram að spreyta sig með leiðsögn kennara. Þátttakendur læra aðferðir við tónlistargerð og frekari vinnslu í henni. Áhersla námskeiðsins verður á verkefnavinnu og vinnu í tónsmíðum nemenda.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Nína, sem hefur lokið bakkalárnámi við Listaháskóla Íslands í Nýmiðlatónsmíðum.

Hvað er kennt?

Framhaldsnámskeiðið einblínir á tónsmíðar á hljóðvinnsluforritinu Ableton. Kennsla verður á upptökutækni forritsins, hljóðvinnslu og sköpun tónlistar. Nemendur vinna ákveðin verkefni og fá leiðbeiningu í vinnslu þeirra.

Hvar og Hvenær?

Kennt er á þriðjudögum klukkan 18-20 í Völvufelli 17, 111 Reykjavík.

Fyrsti hittingur er 7. maí og kennt er í 6 skipti. Síðasti hittingur er 11. júní.

Fyrir hvern?

Námskeiðið er fyrir öll 18+ konur, trans menn, kvár og intersex fólk. Námskeiðið er hannað fyrir einstaklinga sem hafa öðlast nokkurn grunn í raftónlist.

Skráningarform: https://forms.gle/V5YAUvBLfxxV3dFL7

Síðasti skráningardagur: 5. maí 2024

Starfsemi Læti! er styrkt af Reykjavíkurborg.

English:

Electronic Music course

In our advanced electronic music course, students with a foundation in using Ableton can further hone their skills under the guidance of an instructor. Participants will delve deeper into music production techniques and advanced processing methods. The course emphasizes project-based learning and the refinement of students' compositions.

The course instructor, Nína, holds a bachelor's degree in composition from the Iceland Academy of the Arts.

What’s on the agenda?

The advanced course focuses on music production using the audio processing software Ableton. Instruction will cover the recording technology of the software, sound processing, and music creation. Students will work on specific projects and receive guidance in their processing.

Where and when?

Classes take place every Tuesday from 6:00 PM to 8:00 PM at Völvufelli 17, 111 Reykjavík.

The first lesson is scheduled for May 7th and the lessons are 6 in total. Last lesson is June 11th.

For whoM?

The course is for all 18+ women, trans men, queer and intersex people. The course is designed for individuals who have acquired some foundation in electronic music.

Registration form: https://forms.gle/V5YAUvBLfxxV3dFL7

Registration deadline: May 5th 2024

Læti!’s work is funded by the City of Reykjavík

Tónlistarútgáfa - Langar þig að gefa út þína eigin tónlist?

English below

Vinnustofa í útgáfu tónlistar

Læti! / Stelpur rokka! bjóða upp á fræðslu og smiðju í tónlistarútgáfu fyrir tónlistarfólk sem vill gera hlutina sjálft. Verið velkomin sunnudaginn 10. mars kl. 16:00-18:00 í tónlistarmiðstöð Læti!, Völvufelli 17 (bleik hurð).

Fyrir hverja?

Viðburðurinn er opinn fyrir einstaklinga sem tilheyra jaðarsettum kynjum í tónlist, s.s. konum, kvárum, trans mönnum og intersex einstaklingum. Viðburðurinn hentar þeim sem vilja vera sjálfstæðari þegar kemur að útgáfu tónlistar, hvort sem um ræðir byrjendur eða lengra komin.

 

Hvað er í boði?

Farið verður yfir hvaða skref þarf að taka, allt frá því að gera tónlistina hæfa til útgáfu að markaðssetningu. Raundæmi verða tekin og fólki er frjálst að mæta með fartölvur og spjalla um sínar eigin útgáfur. Smiðjurnar hjá Læti! eru iðulega afslappaðar og frjálslegar, boðið er upp á kaffi og oft myndast skemmtilegar umræður í kjölfarið.

 

Spurningum sem verður svarað:

Hvað er hljóðblöndun og hljóðjöfnun og hvers vegna er þetta mikilvægt?
Hvað er aggregator og hvernig vel ég þann sem hentar mér best?
Af hverju þarf ég að skrá lagið hjá STEF?
Af hverju þarf ég að skrá lagið til varðveislu?
Hvað eru pre-save hlekkir?
Hverjar eru helstu leiðirnar til að markaðssetja tónlist í dag?
Hvernig pitcha ég á Spotify?

Hvað kostar?

Það kostar ekki neitt að sækja smiðjuna en skráning er nauðsynleg. 
SKRÁNING: https://forms.gle/NZBQ97NBiFKCmv476 

Samtökin taka við frjálsum framlögum. Viðmiðunarverð fyrir smiðjur eru 6.000 kr.

Kennitala: 700112-0710
Reikningur: 301-26-700112

Hver heldur smiðjuna?

Esther Þorvaldsdóttir heldur utan um smiðjuna. Hún hefur aðstoðað mikið af tónlistarfólki við bæði eigin útgáfu og útgáfu gegnum útgáfufyrirtæki. Hún er framkvæmdastýra Læti! sem mun von bráðar sinna stafrænni útgáfu og hefur hún einnig starfað við útgáfu hjá Senu (sem gaf út dægurtónlist) og Intelligent Instruments Lab (sem gefur út tilraunakennda tónlist).

Um samtökin:

Smiðjan er á vegum Læti! / Stelpur rokka! félagasamtakanna. Samtökin vinna að því að jafna hlut kynjanna í tónlistarlífi á Íslandi með fræðslustarfi og tónlistarkennslu. 

Að smiðju lokinni munu samtökin halda mánaðarfund um sína starfsemi sem fólki er velkomið að sækja líka, hafi það áhuga á að gerast sjálfboðaliðar eða starfa með samtökunum á annan hátt.

//

Music Release Workshop - Want to release your own music?

Læti! / Girls rock! offer education and workshops in music release for musicians with a DIY mindset. Join us on Sunday, March 10 at 4-6 pm at the Læti! Music Center, Völvufell 17 (pink door).

For whom?

The event is open to people of marginalized genders in music, e.g. women, non-binary, trans and intersex people. The event is suitable for those who want to be more independent when it comes to releasing music, whether they are beginners or have been in the game for a long time.

 

What are we learning?

We will cover some crucial steps in the music release process, from making the music suitable for publishing to marketing. We will use real life examples and people are free to come with their own laptops and chat about their own music releases. The workshops at Læti! are usually relaxed and informal, coffee is offered and often participants will take part in pleasant discussions.

 

Questions to be answered:

What is mixing and mastering and why is it important?
What is an aggregator and how do I choose the one that suits me best?
Why do I need to register the song with STEF?
Why do I need to register the song for preservation?
What are pre-save links?
What are the main ways to market music today?
How do I pitch on Spotify?

How much does this workshop cost?

It costs nothing to attend the workshop, but registration is required.
REGISTRATION: https://forms.gle/NZBQ97NBiFKCmv476

Læti! accepts voluntary donations. Reference price for workshops is ISK 6,000.

Kennitala: 700112-0710
Account no.: 301-26-700112

Who runs the workshop?

Esther Þorvaldsdóttir manages the workshop. She has helped a lot of musicians with both their own music releases and releasing through a publishing company. She is the executive director of Læti! who will soon be doing digital publishing and she has also worked in music release at Sena (which released popular music) and Intelligent Instruments Lab (which releases experimental music).

About the organization:

The workshop is run by Læti! / Girls rock!. The organization works towards empowering and helping people of marginalized genders in music in Iceland through educational activities and music lessons.

After the workshop, the organization will hold a monthly meeting about its activities, which people are also welcome to attend if they are interested in becoming volunteers or working with the organization in another way.


Starfsemi Læti! er styrkt af Reykjavíkurborg.

Solo Artist Meetup

Læti! býður konum og trans, kynsegin og intersex tónlistarfólki að taka þátt í fyrsta „Solo Artist Meetup“ samtakanna þann 28. janúar klukkan 18:00 í Völvufelli 17. Viðburðurinn miðar að því að skapa rými þar sem listamenn geta:

Deilt hugmyndum: Komum með verkefnin sem við erum að vinna í, hugmyndir eða hvaða skapandi neista sem við viljum. Þetta er vettvangur til að koma hugmyndum á framfæri og fá uppbyggilega endurgjöf frá öðrum þátttakendum.

Fengið stuðning: Veitum hvert öðru listræna leiðsögn, tilfinningalegan stuðning, hlustandi eyra eða bara almennt pepp!

Byggt upp samfélag: Tengjumst öðru listafólki sem skilur þær áskoranir sem sóló tónlistarfólk mætir.
Lært og dafnað: Veitum hvert öðru innsýn og hvatningu til að geta vaxið sem listafólk.
Viðburðurinn snýst ekki um tengslanet í hefðbundnum skilningi heldur um að hlúa að samfélagi þar sem við getum deilt reynslu okkar, hlustað og stutt hvert annað í einleiksstarfi

Fyrir hverja: Viðburðurinn er opinn öllum konum, trans, kynsegin og intersex tónlistarfólki. Verið hjartanlega velkomin!

Frítt er á viðburðinn.

Vinsamlegast skráið ykkur svo við vitum hve mörg verða á svæðinu :)

https://forms.gle/LeZVbTvbsHpJ6upY9

Vertu með í kvöldstund þar sem við deilum og styðjum hvert annað. Sjáumst þá!

-------


ENGLISH

Læti! invites female, trans, non-binary, and intersex solo artists to join our Solo Artist Meetup. Our gathering is centered on creating an empowering space where musicians can:

Share Ideas: Bring your current projects, concepts, or any creative spark you wish to discuss. This is a platform to vocalize your ideas and get constructive feedback.

Gain Support: Whether you're looking for artistic guidance, emotional support, or just a listening ear, we can provide that for each other.

Build Community: Connect with fellow artists who understand the unique challenges and joys of solo artistry. It's about creating bonds that extend beyond the meetup.

Foster Growth: Use the insights and encouragement you receive to refine your work and grow as an artist.
This meetup is not about networking in the traditional sense; it's about fostering a community where artists can feel seen, heard, and supported in their musical endeavors.

The event is open to all female, trans, non-binary, and intersex musicians.

The event is free.

Please register so we know how many people are coming :)

https://forms.gle/LeZVbTvbsHpJ6upY9

Join us for an evening of sharing and supportive feedback.
See you then!

Krakkanámskeið vor 2024

* English below *

Skráning er nú opin fyrir vormisseri 2024! Í boði verða bæði einkatímar og hljómsveitatímar (rokkrúletta) fyrir börn og fullorðna, sem og frítt tónleikanámskeið fyrir 15-20 ára. Kennt verður á öll helstu rokkhljóðfæri: söngur, trommur, bassi, gítar og hljómborð.

Starfið hefst 15. janúar og því lýkur með lokatónleikum í annarri viku í apríl. Kennt er í 10 skipti yfir 12 vikna tímabil.

Kennsla fer fram í V17 Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka! / Læti! að Völvufelli 15 og 17 (nema kennari og nemandi komist að samkomulagi um annað). Tónlistarmiðstöðin okkar er með fullbúið hljóðkerfi og hljóðfæri.

Námskeiðin er fyrir stelpur, trans stráka, stálp og intersex krakka.

Hljómsveitatímar (rokkrúlletta) fyrir 10-17 ára

https://forms.gle/G6iizE2RfvX8aoNx6

Tímarnir eru 1,5 klst. einu sinni í viku. Verðið er 30.000 kr. en frí og niðurgreidd pláss eru í boði fyrir þau sem þurfa á að halda, engu barni er vísað frá vegna peningaskorts. Tekið er við frístundakorti gegnum Sportabler en nauðsynlegt er að skrá sig á Google Forms líka.

Leiðbeinandi notar valdeflandi kennsluaðferðir og kennslan hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Samtökin bjóða einnig upp á einkakennslu og fer það oft vel saman að sækja slík námskeið samhliða rokkrúllettunni, það er þó ekki skilyrði. Í lok námskeiðs spilar hljómsveitin á nemendatónleikum.

Einkatímar fyrir 8-17 ára (söngur, trommur, hljómborð, bassi og gítar)

https://forms.gle/z5iXy5hQ1FgbTRMz8

Tímarnir eru 45 mínútur einu sinni í viku. Verðið er 60.000 kr. Hægt er að fá færri tíma á lægra verði. Tekið er við frístundakorti gegnum Sportabler. Athugið að einnig þarf að skrá sig í gegnum Google Forms.

Þátttakendur setja sér markmið með kennara og velja sér námsefni sem samræmist áhugasviði nemanda. Ekki eru tekin próf en í lok námskeiðs býðst nemendum að spila á nemendatónleikum.

Skráningu lýkur 5. janúar.

//

Registration is now open for Spring semester 2024! There will be both private lessons and band lessons (rock roulette) for children and adults. All the main rock instruments will be taught: vocals, drums, bass, guitar and keyboard.

The work begins on January 15 and ends with a final concert in the second week of April. It is taught 10 times over a 12-week period.

Lessons take place at V17 Music Center (Völvufell 15 and 17) unless teacher and student agree on another location. Our music center has a fully equipped sound system and instruments.

The courses are for girls, trans boys, non-binary and intersex kids.

Band lessons (rock roulette) for 10-17 year olds

https://forms.gle/G6iizE2RfvX8aoNx6

The classes are 1.5 hours once a week. The price is 30,000 ISK. but free and subsidized places are available for those who need it, no child is turned away for lack of money. Leisure cards are accepted through Sportabler, but note that you must also register via Google Form.

The instructor uses empowering teaching methods and the teaching is suitable for both beginners and advanced students. The organization also offers private lessons, and it often goes well to attend such courses alongside the band lessons, although it is not a requirement. At the end of the course, the band plays at a student concert.

Private lessons for 8-17 year olds (singing, drums, keyboard, bass and guitar)

https://forms.gle/z5iXy5hQ1FgbTRMz8

The classes are 45 minutes once a week. The price is 60,000 ISK. You can get fewer hours at a lower price. Leisure cards are accepted through Sportabler. Note that you must also register on Google Forms.

Participants set goals with the teacher and choose a subject of interest for the student. There are no exams, but at the end of the course students are invited to play at a student concert.

Registration ends on January 5.