Rokkrúllettan - Hljómsveitatímar
12 vikna rokkrúlllettan er fyrir stelpur, trans og kynsegin á öllum aldri ( 10 ára +).
Í rokkrúllettu æfir þú með hljómsveit, semur frumsamið lag og kemur fram á lokatónleikum!
Æft er einu sinni í viku í tónlistarmiðstöð samtakanna í Völvufelli 15 -17. Innifalið eru 10 hljómsveitaæfingar.
Hljómsveitastjórnendur og hljóðfærakennarar eru meðal okkar reyndustu sjálfboðaliða, með áralanga reynslu af valdeflandi kennsluaðferðum fyrir byrjendur og lengra komna.
Hægt er að nota Frístundakortið. Frí og niðurgreidd pláss í boði!
Hljóðfærakunnátta er ekki nauðsynleg en æskilegt er að taka einkatíma meðfram rúllettunni.
Lærðu á hljóðfæri í haust!
Við bjóðum upp á 10 vikna námskeið fyrir stelpur, trans og kynsegin á öllum aldri ( 8 +) í glænýjum höfuðstöðvum okkar í Völvufelli 15 -17!
Misserinu lýkur á afslöppuðum lokatónleikum.
Við kennum á rafmagnsbassa, rafmagnsgítar, söng, hljómborð og trommur. Kennarar eru meðal okkar reyndasta fagfólks, mörg með áralanga reynslu af valdeflandi kennsluaðferðum fyrir byrjendur og lengra komna.
Hægt er að nota Frístundakortið til að greiða fyrir námskeiðið. Frí og niðurgreidd pláss í boði!
Engin kunnátta nauðsynleg. Við getum lánað hljóðfæri til að æfa sig heima með!