Stelpur rokka! / Læti! eru sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa af femínískri hugsjón við að efla ungar stelpur (sís og trans), trans stráka, kynsegin og intersex ungmennni í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisstarf. Kjarninn í starfinu eru rokksumarbúðirnar, þar sem þátttakendur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, kynnast farsælum tónlistarfólki, fræðast um ýmsar hliðar tónlistar og jafnréttissbaráttu og koma fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal vina og fjölskyldu.

Alls hafa yfir 1.100 þátttakendur tekið þátt í rokkbúðum Stelpur rokka! síðastliðin 10 ár og myndað yfir 250 hljómsveitir. Hjá okkur öðlast þátttakendur aukið sjálfstraust, frumkvæði og þor með því að starfa saman og virkja eigin sköpunarhæfileika. Með starfi okkar erum við að byggja upp mikilvæga fagþekkingu  og við erum á réttri leið að því markmiði að verða leiðandi afl í jafnréttismiðuðu tómstundastarfi á Íslandi.

Lestu meira um starfsárið 2022

Lestu meira um starfsárin 2020 og 2021

Lestu meira um starfsárið 2019

Lestu meira um starfsárið 2018

Lestu meira um starfsárið 2017

Lestu meira um starfsárið 2016 

Lestu meira um starfsárið 2015

Lestu meira um starfsárið 2014

Lestu meira um starfsárið 2013

Lestu meira um starfsárið 2012


Takk kærlega fyrir þetta frábæra námskeið. Stelpan mín er alveg himinkát og ég held að þið hafði bara bjargað sumrinu hjá henni, hlakka til að sjá lokatónleikana!

Ég vildi bara segja ykkur hvað ég er ánægð með þetta námskeið. Eftir fyrsta daginn fékk ég aðra stelpu heim, hún var glöð og kát og sjálfstraustið hafði aukist gífurlega, [...] hún spilar á gítarinn á hverju kvöldi og er dugleg að segja frá öllu sem er gert og er gífurlega ánægð. Þetta er greinilega góður hópur.

Thank you guys so much for everything. She really really enjoyed the workshop and she really came through. You guys rock!!!!!!!
— Foreldrar þátttakenda í Reykjavíkurrokkbúðum 2014

Kynningarstikla Stelpur rokka!

Verkefnastjórn 2023

Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra

s: 865 4666

info@stelpurokka.is

Ólöf Rún Benediktsdóttir, verkefnastýra tónlistarmiðstöðvar

s: 770 6672

olof@stelpurrokka.is