Tónlistarútgáfa - Langar þig að gefa út þína eigin tónlist?

English below

Vinnustofa í útgáfu tónlistar

Læti! / Stelpur rokka! bjóða upp á fræðslu og smiðju í tónlistarútgáfu fyrir tónlistarfólk sem vill gera hlutina sjálft. Verið velkomin sunnudaginn 10. mars kl. 16:00-18:00 í tónlistarmiðstöð Læti!, Völvufelli 17 (bleik hurð).

Fyrir hverja?

Viðburðurinn er opinn fyrir einstaklinga sem tilheyra jaðarsettum kynjum í tónlist, s.s. konum, kvárum, trans mönnum og intersex einstaklingum. Viðburðurinn hentar þeim sem vilja vera sjálfstæðari þegar kemur að útgáfu tónlistar, hvort sem um ræðir byrjendur eða lengra komin.

 

Hvað er í boði?

Farið verður yfir hvaða skref þarf að taka, allt frá því að gera tónlistina hæfa til útgáfu að markaðssetningu. Raundæmi verða tekin og fólki er frjálst að mæta með fartölvur og spjalla um sínar eigin útgáfur. Smiðjurnar hjá Læti! eru iðulega afslappaðar og frjálslegar, boðið er upp á kaffi og oft myndast skemmtilegar umræður í kjölfarið.

 

Spurningum sem verður svarað:

Hvað er hljóðblöndun og hljóðjöfnun og hvers vegna er þetta mikilvægt?
Hvað er aggregator og hvernig vel ég þann sem hentar mér best?
Af hverju þarf ég að skrá lagið hjá STEF?
Af hverju þarf ég að skrá lagið til varðveislu?
Hvað eru pre-save hlekkir?
Hverjar eru helstu leiðirnar til að markaðssetja tónlist í dag?
Hvernig pitcha ég á Spotify?

Hvað kostar?

Það kostar ekki neitt að sækja smiðjuna en skráning er nauðsynleg. 
SKRÁNING: https://forms.gle/NZBQ97NBiFKCmv476 

Samtökin taka við frjálsum framlögum. Viðmiðunarverð fyrir smiðjur eru 6.000 kr.

Kennitala: 700112-0710
Reikningur: 301-26-700112

Hver heldur smiðjuna?

Esther Þorvaldsdóttir heldur utan um smiðjuna. Hún hefur aðstoðað mikið af tónlistarfólki við bæði eigin útgáfu og útgáfu gegnum útgáfufyrirtæki. Hún er framkvæmdastýra Læti! sem mun von bráðar sinna stafrænni útgáfu og hefur hún einnig starfað við útgáfu hjá Senu (sem gaf út dægurtónlist) og Intelligent Instruments Lab (sem gefur út tilraunakennda tónlist).

Um samtökin:

Smiðjan er á vegum Læti! / Stelpur rokka! félagasamtakanna. Samtökin vinna að því að jafna hlut kynjanna í tónlistarlífi á Íslandi með fræðslustarfi og tónlistarkennslu. 

Að smiðju lokinni munu samtökin halda mánaðarfund um sína starfsemi sem fólki er velkomið að sækja líka, hafi það áhuga á að gerast sjálfboðaliðar eða starfa með samtökunum á annan hátt.

//

Music Release Workshop - Want to release your own music?

Læti! / Girls rock! offer education and workshops in music release for musicians with a DIY mindset. Join us on Sunday, March 10 at 4-6 pm at the Læti! Music Center, Völvufell 17 (pink door).

For whom?

The event is open to people of marginalized genders in music, e.g. women, non-binary, trans and intersex people. The event is suitable for those who want to be more independent when it comes to releasing music, whether they are beginners or have been in the game for a long time.

 

What are we learning?

We will cover some crucial steps in the music release process, from making the music suitable for publishing to marketing. We will use real life examples and people are free to come with their own laptops and chat about their own music releases. The workshops at Læti! are usually relaxed and informal, coffee is offered and often participants will take part in pleasant discussions.

 

Questions to be answered:

What is mixing and mastering and why is it important?
What is an aggregator and how do I choose the one that suits me best?
Why do I need to register the song with STEF?
Why do I need to register the song for preservation?
What are pre-save links?
What are the main ways to market music today?
How do I pitch on Spotify?

How much does this workshop cost?

It costs nothing to attend the workshop, but registration is required.
REGISTRATION: https://forms.gle/NZBQ97NBiFKCmv476

Læti! accepts voluntary donations. Reference price for workshops is ISK 6,000.

Kennitala: 700112-0710
Account no.: 301-26-700112

Who runs the workshop?

Esther Þorvaldsdóttir manages the workshop. She has helped a lot of musicians with both their own music releases and releasing through a publishing company. She is the executive director of Læti! who will soon be doing digital publishing and she has also worked in music release at Sena (which released popular music) and Intelligent Instruments Lab (which releases experimental music).

About the organization:

The workshop is run by Læti! / Girls rock!. The organization works towards empowering and helping people of marginalized genders in music in Iceland through educational activities and music lessons.

After the workshop, the organization will hold a monthly meeting about its activities, which people are also welcome to attend if they are interested in becoming volunteers or working with the organization in another way.


Starfsemi Læti! er styrkt af Reykjavíkurborg.

Solo Artist Meetup

Læti! býður konum og trans, kynsegin og intersex tónlistarfólki að taka þátt í fyrsta „Solo Artist Meetup“ samtakanna þann 28. janúar klukkan 18:00 í Völvufelli 17. Viðburðurinn miðar að því að skapa rými þar sem listamenn geta:

Deilt hugmyndum: Komum með verkefnin sem við erum að vinna í, hugmyndir eða hvaða skapandi neista sem við viljum. Þetta er vettvangur til að koma hugmyndum á framfæri og fá uppbyggilega endurgjöf frá öðrum þátttakendum.

Fengið stuðning: Veitum hvert öðru listræna leiðsögn, tilfinningalegan stuðning, hlustandi eyra eða bara almennt pepp!

Byggt upp samfélag: Tengjumst öðru listafólki sem skilur þær áskoranir sem sóló tónlistarfólk mætir.
Lært og dafnað: Veitum hvert öðru innsýn og hvatningu til að geta vaxið sem listafólk.
Viðburðurinn snýst ekki um tengslanet í hefðbundnum skilningi heldur um að hlúa að samfélagi þar sem við getum deilt reynslu okkar, hlustað og stutt hvert annað í einleiksstarfi

Fyrir hverja: Viðburðurinn er opinn öllum konum, trans, kynsegin og intersex tónlistarfólki. Verið hjartanlega velkomin!

Frítt er á viðburðinn.

Vinsamlegast skráið ykkur svo við vitum hve mörg verða á svæðinu :)

https://forms.gle/LeZVbTvbsHpJ6upY9

Vertu með í kvöldstund þar sem við deilum og styðjum hvert annað. Sjáumst þá!

-------


ENGLISH

Læti! invites female, trans, non-binary, and intersex solo artists to join our Solo Artist Meetup. Our gathering is centered on creating an empowering space where musicians can:

Share Ideas: Bring your current projects, concepts, or any creative spark you wish to discuss. This is a platform to vocalize your ideas and get constructive feedback.

Gain Support: Whether you're looking for artistic guidance, emotional support, or just a listening ear, we can provide that for each other.

Build Community: Connect with fellow artists who understand the unique challenges and joys of solo artistry. It's about creating bonds that extend beyond the meetup.

Foster Growth: Use the insights and encouragement you receive to refine your work and grow as an artist.
This meetup is not about networking in the traditional sense; it's about fostering a community where artists can feel seen, heard, and supported in their musical endeavors.

The event is open to all female, trans, non-binary, and intersex musicians.

The event is free.

Please register so we know how many people are coming :)

https://forms.gle/LeZVbTvbsHpJ6upY9

Join us for an evening of sharing and supportive feedback.
See you then!

Krakkanámskeið vor 2024

* English below *

Skráning er nú opin fyrir vormisseri 2024! Í boði verða bæði einkatímar og hljómsveitatímar (rokkrúletta) fyrir börn og fullorðna, sem og frítt tónleikanámskeið fyrir 15-20 ára. Kennt verður á öll helstu rokkhljóðfæri: söngur, trommur, bassi, gítar og hljómborð.

Starfið hefst 15. janúar og því lýkur með lokatónleikum í annarri viku í apríl. Kennt er í 10 skipti yfir 12 vikna tímabil.

Kennsla fer fram í V17 Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka! / Læti! að Völvufelli 15 og 17 (nema kennari og nemandi komist að samkomulagi um annað). Tónlistarmiðstöðin okkar er með fullbúið hljóðkerfi og hljóðfæri.

Námskeiðin er fyrir stelpur, trans stráka, stálp og intersex krakka.

Hljómsveitatímar (rokkrúlletta) fyrir 10-17 ára

https://forms.gle/G6iizE2RfvX8aoNx6

Tímarnir eru 1,5 klst. einu sinni í viku. Verðið er 30.000 kr. en frí og niðurgreidd pláss eru í boði fyrir þau sem þurfa á að halda, engu barni er vísað frá vegna peningaskorts. Tekið er við frístundakorti gegnum Sportabler en nauðsynlegt er að skrá sig á Google Forms líka.

Leiðbeinandi notar valdeflandi kennsluaðferðir og kennslan hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Samtökin bjóða einnig upp á einkakennslu og fer það oft vel saman að sækja slík námskeið samhliða rokkrúllettunni, það er þó ekki skilyrði. Í lok námskeiðs spilar hljómsveitin á nemendatónleikum.

Einkatímar fyrir 8-17 ára (söngur, trommur, hljómborð, bassi og gítar)

https://forms.gle/z5iXy5hQ1FgbTRMz8

Tímarnir eru 45 mínútur einu sinni í viku. Verðið er 60.000 kr. Hægt er að fá færri tíma á lægra verði. Tekið er við frístundakorti gegnum Sportabler. Athugið að einnig þarf að skrá sig í gegnum Google Forms.

Þátttakendur setja sér markmið með kennara og velja sér námsefni sem samræmist áhugasviði nemanda. Ekki eru tekin próf en í lok námskeiðs býðst nemendum að spila á nemendatónleikum.

Skráningu lýkur 5. janúar.

//

Registration is now open for Spring semester 2024! There will be both private lessons and band lessons (rock roulette) for children and adults. All the main rock instruments will be taught: vocals, drums, bass, guitar and keyboard.

The work begins on January 15 and ends with a final concert in the second week of April. It is taught 10 times over a 12-week period.

Lessons take place at V17 Music Center (Völvufell 15 and 17) unless teacher and student agree on another location. Our music center has a fully equipped sound system and instruments.

The courses are for girls, trans boys, non-binary and intersex kids.

Band lessons (rock roulette) for 10-17 year olds

https://forms.gle/G6iizE2RfvX8aoNx6

The classes are 1.5 hours once a week. The price is 30,000 ISK. but free and subsidized places are available for those who need it, no child is turned away for lack of money. Leisure cards are accepted through Sportabler, but note that you must also register via Google Form.

The instructor uses empowering teaching methods and the teaching is suitable for both beginners and advanced students. The organization also offers private lessons, and it often goes well to attend such courses alongside the band lessons, although it is not a requirement. At the end of the course, the band plays at a student concert.

Private lessons for 8-17 year olds (singing, drums, keyboard, bass and guitar)

https://forms.gle/z5iXy5hQ1FgbTRMz8

The classes are 45 minutes once a week. The price is 60,000 ISK. You can get fewer hours at a lower price. Leisure cards are accepted through Sportabler. Note that you must also register on Google Forms.

Participants set goals with the teacher and choose a subject of interest for the student. There are no exams, but at the end of the course students are invited to play at a student concert.

Registration ends on January 5.

Fullorðinsnámskeið vor 2024

-English below-

Nú geta fullorðnir þátttakendur skráð sig á þrjú mismunandi námskeið fyrir vor 2024!

Raftónlist fyrir byrjendur | 2 klst. í 6 skipti FULLT ER Á NÁMSKEIÐIÐ

Námskeiðið er hannað fyrir byrjendur og miðar að því að veita grunn til að koma þátttakendum af stað í að gera tónlist með tölvu eða rafhljóðfærum. Stiklað verður á stóru um lagasmíðar, hljóðfræði, upptökutækni og hljóðblöndun. Þátttakendur vinna í sínu eigin tónverki og í lok námskeiðsins ættu öll að hafa klárað að semja eitt verk. Lesa meira…

Einkatímar í söng, trommur, hljómborð, gítar eða bassa | 45 klst. í 10 skipti

Þátttakandi velur sér hljóðfæri og ræðir við kennara um óskir og væntingar. Hægt er að móta námið eftir óskum nemanda (t.d. áhersla á spuna, hljómfræði, tækni, popptónlist, nótnalestur o.s.frv.). Í lok námskeiðs velur þátttakandi sér lag til að taka á lokatónleikum misserisins (valfrjálst). Skráning hér.

Hljómsveitatímar (rokkrúlletta) | 1,5 klst. í 10 skipti

Samspilsnámskeið þar sem þátttakendur mynda saman hljómsveit. Æskilegt er að taka einkatíma meðfram hljómsveitatímum eða vera með einhvern grunn á hljóðfærið. Þátttakendur læra um samvinnu í hljómsveitum, læra að semja sitt eigið frumsamda lag, fara á hljómsveitaæfingar og spila að lokum á lokatónleikum misserisins. Skráning hér.

“Framúrskarandi kennsla, vingjarnlegt og virðingaríkt viðmót” (þátttakandi í raftónlist)

Við hvetjum þátttakendur til að sækja um styrk hjá sínu stéttarfélagi vegna námskeiða hjá okkur.

Námskeiðin er fyrir öll 18+ konur, trans menn, kvár og intersex fólk.

-English-

Now adult participants can register for three different courses for Spring 2024!

Electronic music for beginners | 2 hr. 6 times REGISTRATION FULL

The course is designed for beginners and aims to provide a foundation to get participants started making music with a computer or electronic instruments. Songwriting, acoustics, recording techniques and sound mixing will be covered extensively. Participants work on their own composition and by the end of the course, everyone should have finished composing one piece. Read more…

Private lessons in singing, drums, keyboard, guitar or bass | 45 min. 10 times

The participant chooses an instrument and talks to the teacher about wishes and expectations. The program can be shaped according to the student's wishes (e.g. emphasis on improvisation, acoustics, technique, pop music, music reading, etc.). At the end of the course, the participant chooses a song to perform at the semester's final concert (optional). Register here.

Band lessons (rock roulette) | 1,5 hr. 10 times

An ensamble course where the participants form a band together. It is a good idea to take private lessons along with band lessons or to have some experience on the instrument. The participants learn about collaboration in bands, learn to compose their own original song, go to band rehearsals and finally play in the final concert of the term. Register here.

“Excellent teaching, friendly and respectful attitude” (participant in electronic music)

We encourage participants to apply for a grant within their union for our courses.

The course is open for individuals of marginalised genders in music (female, trans, non-binary and intersex) over 18 years old.

Raftónlist // Electronic Music

Skráning er hafin í Raftónlist byrjenda í janúar og febrúar 2024!

FULLT ER Á NÁMSKEIÐIÐ // REGISTRATION FULL
Skráning fyrir raftónlistarnámskeið í apríl 2024 hér:
https://forms.gle/dsz89CMaSBnZQPWB8

English below

Á námskeiðinu Raftónlist fara leiðbeinendurnir Ólöf Benediktsdóttir og Nína yfir helstu tæki og tól sem þarf að kunna skil á til að gera raftónlist. Námskeiðið miðar að því að veita grunn til að koma þátttakendum á fullorðinsaldri af stað í að gera tónlist með tölvu eða rafhljóðfærum. Stiklað verður á stóru um lagasmíðar, hljóðfræði, upptökutækni og hljóðblöndun. Þátttakendur vinna í sínu eigin tónverki og í lok námskeiðsins ættu öll að hafa klárað að semja eitt verk. 

Á námskeiðinu verður kennt á Ableton, en nemendur fá ábendingar um sambærileg forrit sem hægt er að nota ókeypis. Æskilegt er að vera með fartölvu á námskeiðinu, en það er þó ekki nauðsynlegt.

Ableton Live session

Hvar og hvenær?

Kennt er á föstudögum kl. 17:00-19:00 í Völvufelli 17, 111 Reykjavík. Fyrsti hittingur verður föstudaginn 19. janúar 2024.

Fyrir hvern?

Námskeiðið er fyrir öll 18+ konur, trans menn, kvár og intersex fólk. Námskeiðið er hannað fyrir einstaklinga sem hafa litla eða enga kunnáttu í raftónlist.

Dagskrá

Tími 1 - 19. janúar - Hljóðkerfið og mixerinn. Kynning á live hljóðtækni.

Tími 2 - 26. janúar - Kynnumst ableton. Lærum að gera trommur, bassa og lead með midi rásum.

Tími 3 - 2. febrúar - Upptökutækni og hljóðfræði. Tíminn verður kenndur í upptökuveri í bókasafni Reykjavíkur í Úlfarárdal

Tími 4 - 9. febrúar - Hvernig á að vinna hljóðupptökur og nota hljóðbrot í tónlist 

Tími 5 - 16. febrúar - Hljóðblöndun

Tími 6 - 23. febrúar - Verkefnavinna undir handleiðslu leiðbeinenda

Digital Mixer

Kennarar

Nína er 27 ára kvár sem komið að starfi Stelpur Rokka / Læti! síðan 2023 Nína lauk tónsmíðarnámi við raftónlist í LHÍ árið 2023 og er núna nemandi í rythmískri söng og hljóðfærakennslu við sama skóla. Í tónlistarsköpun sinni nýtir Nína sér margvíslegar mismunandi aðferðir, bæði elektrónískar og akústískar, og á námskeiðinu mun hán miðla einhverjum af þessum aðferðum til nemenda. 

Ólöf Benediktsdóttir nýtir sér ýmsa miðla í sinni listsköpun, bæði tónlist, myndlist og ljóðlist. Þegar hún er ekki að skapa sína eigin list starfar hún við hljóðmennsku og sem verkefnastýra tónlistarmiðstöðvar Stelpur Rokka / Læti! Á námskeiðinu mun hún miðla tæknilegri þekkingu til nemenda og leiðbeina þeim í upptökutækni og hljóðblöndun. 


Verð

Verð er valfrjálst en viðmiðunarþátttökugjald er 17.000 krónur*

Við hvetjum þátttakendur til að sækja um styrk hjá sínu stéttarfélagi vegna námskeiðsins. 

*Engum þátttakenda verður vísað frá sökum fjárskorts. Ef þátttakandi sér ekki fram á að hafa tök á að greiða lágmarksgjaldið, vinsamlegast takið fram í skráningarforminu hvaða upphæð þátttakandi hefur tök á að borga fyrir námskeiðið. Athugið að niðurgreidd pláss eru einkum ætluð efnaminni þátttakendum.


SKRÁNING: https://forms.gle/kyPE4fvULoXshcVz6



Skráningu lýkur 9. janúar eða þegar öll pláss fyllast. Síðast komust færri að en vildu.



Umsagnir fyrri nemenda um námskeiðið:

"Hell yeah!"

“Að læra í öruggu rými, svalir og vinalegir kennarar, engar heimskulegar spurningar. Ég hef lært svo margt sem vissi ekki áður á þessum sex vikum.”

“Þetta er mjög mikilvægt og frábært starf. Hrikalega skemmtilegt og uppörvandi námskeið. Mun pottþétt auka þátttöku kvenna í sjálfstæðri tónlistariðkun.”

“Framúrskarandi kennsla, vingjarnlegt og virðingaríkt viðmót”

“Stelpur rokka, vettvangur þar sem þú lærir að vera skapandi, taka áhættur, hætta að hugsa um hvað öðrum finnst og að henda fullkomnunaráráttunni út á hafsauga. Svo bara að "fake it till you make it" (að feika það alla leið).”

Rýmið í Völvufelli 17.

*ENGLISH*

Registration is open for Electronic Music for Beginners in January and February 2024

REGISTRATION FULL for this course but we have opened up registration for the April course: https://forms.gle/dsz89CMaSBnZQPWB8

In the Electronic Music course, the instructors Ólöf and Nína go over the main tools and equipment you need to know how to make electronic music. The course aims to provide a broad foundation to get adult participants started in making music with a computer or electronic instruments. Songwriting, acoustics, recording techniques and mixing will be covered. Participants will work on their own composition and at the end of the course they should all have one finished composition.

The course will be taught on Ableton but students will get tips on similar programs that can be used for free. It is preferable to have a laptop during the course, but it is not necessary.


Where and when?

Classes are held on Fridays between 5 and 7 pm at Völvufell 17, 111 Reykjavík.

The first meeting will be on Friday, January 19th.

The studio in Úlfarsárdalur | Reykjavik City Library

For whom?

The course is open for individuals of marginalized genders (female, trans, non-binary and intersex) over 18 years old. The course is best suited for individuals with little to know skills in making electronic music. 

Lesson schedule

Lesson 1 - 19. January - The sound system and the mixer. Introduction to the live mixing.

Lesson 2 - 26. January -  Introduction to Ableton. We will learn how to make drums, bass and a lead with midi tracks. 

Lesson 3 - 2 February - Recording techniques and acoustics. The class will be taught in a recording studio in Reykjavík's library in Úlfarárdalur.

Lesson 4 - 9. febrúar - How to process recordinngs and use samples in composition. 

Lesson 5 - 16. febrúar - Mixing 

Lesson 6 - 23. febrúar - Work session with course instructors


Instructors

Nína is a 27-year-old non-binary musician who has been involved in Stelpur Rokka / Læti! since 2023. Nína completed a composition course in electronic music at LHÍ in 2023 and is now a student in rhythmic singing and instrument teaching at the same school. In her music creation, Nína uses many different methods, both electronic and acoustic, and during the course she will share some of these methods with the students.

Ólöf Benediktsdóttir uses various media in her artistic creation, both music, art and poetry. When she is not creating her own art, she works as a sound engineer and as project manager of the music center Stelpur Rokka / Læti! During the course, she will impart technical knowledge to students and guide them in recording techniques and sound mixing.

Price

The price is optional, but the standard participation fee is 17.000 ISK*

We encourage participants to apply for a grant at their union for the course fee.

*No participants will be turned away due to lack of funds. If the participant does not expect to be able to pay the minimum fee, please state in the registration form the amount the participant is able to pay for the course. Please note that subsidized places are mainly intended for less wealthy participants.


REGISTRATION: https://forms.gle/kyPE4fvULoXshcVz6


Registration closes on October 7th or when all spots are taken. Last time the class filled up quickly. 


Comments from previous participants of the course:

"Hell yeah!"

“Safe space learning, cool and friendly teachers, no dumb questions. I’ve learnt so much I never knew before these past six weeks”

“This is an important and great program. Terribly fun and encouraging course. This will definitely increase women’s participation in independent musical practice.”

“Excellent teaching, friendly and respectful attitude”

“Girls Rock, a platform where you learn how to be creative, take risks, stop thinking about what other people think, and throw perfectionism far away. Then you will just “fake it till you make it””

Vor 2024

Skráning er nú opin fyrir vormisseri 2024! Í boði verða bæði einkatímar og hljómsveitatímar (rokkrúletta) fyrir börn og fullorðna, sem og frítt tónleikanámskeið fyrir 15-20 ára. Kennt verður á öll helstu rokkhljóðfæri: söngur, trommur, bassi, gítar og hljómborð.

Starfið hefst 15. janúar og því lýkur með lokatónleikum í annarri viku í apríl. Kennt er í 10 skipti yfir 12 vikna tímabil.

Kennsla fer fram í V17 Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka! / Læti! að Völvufelli 15 og 17 (nema kennari og nemandi komist að samkomulagi um annað). Tónlistarmiðstöðin okkar er með fullbúið hljóðkerfi og hljóðfæri.

ATHUGIÐ AÐ EKKI ER HÆGT AÐ NOTA FRÍSTUNDASTYRK FYRR EN EFTIR 1. JANÚAR 2024. Skráið ykkur hér í Google Forms fyrst og svo sendum við áminningu þegar opnað verður fyrir ráðstöfun næsta árs.

8-17 ÁRA

Rokkrúlletta (hljómsveit): https://forms.gle/G6iizE2RfvX8aoNx6 (frí og niðurgreidd pláss í boði)

Einkatímar: https://forms.gle/z5iXy5hQ1FgbTRMz8

15-20 ÁRA

Tónleikanámskeið https://forms.gle/jhuNYL9BMs8uB61dA (frítt)

18+ ÁRA

Rokkrúlletta (hljómsveit): https://forms.gle/uycLsHEqHEmkKgm1A (frí og niðurgreidd pláss í boði)

Einkatímar: https://forms.gle/37NFTDEuRLUFxVcU6

Við bjóðum einnig upp á ýmiskonar tilfallandi námskeið og vinnusmiðjur sem við munum auglýsa sérstaklega á miðlunum okkar. Þið finnið okkur á Facebook og Instagram!

Skráning stendur yfir til 5. janúar. Forgangsraðað er eftir dagsetningu skráningar.

Samtökin þjónusta bæði börn og fullorðna sem tilheyra jaðarsettum kynjum í tónlist; kvenkyns, kynsegin, trans og intersex.

Tónleikanámskeiðið fyrir 15-20 ára er styrkt af Barnamenningarsjóði.

Til að greiða með Frístundakorti skal finna námskeiðið á Sportabler eftir 1. janúar 2024, en NAUÐSYNLEGT er að skrá sig líka í gegnum formin hér að ofan

https://www.sportabler.com/shop/stelpurrokka

//

**English**

Registration is now open for Spring 2024! There will be both private lessons and band lessons (rock roulette) for all age groups, as well as a free concert course for 15-20 year olds. All the main rock instruments will be taught: vocals, drums, bass, guitar and keyboard.

The semester begins on January 15 and ends with a final concert in the second week of April. It is taught in 10 lessons over a 12-week period.

Lessons take place in the V17 Music Center Stelpur rokka! / Panic! at Völvufell 15 and 17 (unless teacher and student agree of another place). Our music center is fully equipped with a sound system and instruments.

PLEASE NOTE THAT YOU CANNOT USE THE LEISURE CARD BEFORE JANUARY 1, 2024. Register here in Google Forms first and then we will send you a reminder when next year's Frístundakort grant can be used.

8-17 YEARS OLD

Rock roulette (band): https://forms.gle/G6iizE2RfvX8aoNx6 (free and subsidized places available)

Private lessons: https://forms.gle/z5iXy5hQ1FgbTRMz8

15-20 YEARS OLD

Concert course https://forms.gle/jhuNYL9BMs8uB61dA (free)

18+ YEARS OLD

Rock roulette (band): https://forms.gle/uycLsHEqHEmkKgm1A (free and subsidized places available)

Private lessons: https://forms.gle/37NFTDEuRLUFxVcU6

We also offer various occasional courses and workshops that we will advertise separately on our media. You can find us on Facebook and Instagram!

Registration continues until January 5. Priority is given by date of registration.

The organization serves both children and adults who belong to marginalized genders in music; female, non-binary, trans and intersex.

The concert course for 15-20 year olds is sponsored by the Children's Culture Foundation.

To pay with a Leisure card, you can find the course on Sportabler after January 1st 2024, but it is NECESSARY to also register through the forms above.

https://www.sportabler.com/shop/stelpurrokka

Mirlinda á Íslandi - Dans og bíó

Í tilefni af komu Mirlindu Kuakuvi til Íslands, og frumsýningu á kvikmyndinni Tógólísa, munum við halda danssmiðju með söngkonunni og kíkja á frumsýningu!

Danssmiðja laugardaginn 30. september kl. 15:00-17:00

Poppstjarnan Mirlinda Kuakuvi mun kenna okkur dansinn Touméwé frá suður Tógó. Kennslan fer fram á ensku en Mirlinda talar einnig frönsku. Við gerum ekki ráð fyrir að tala mikið, heldur mun dansinn ráða för. Ekki er krafist mikillar tungumálakunnáttu.

Ekkert aldurstakmark. Viðburðurinn er fyrir konur, kvár, trans og intersex fólk.

Samtök Mirlindu í Tógó hafa starfað með Stelpur rokka! / Læti! um árabil og er samstarfið styrkt af Utanríkisráðuneytinu. Mirlinda heldur á hverju sumri búðir fyrir stúlkur í Tógó þar sem boðið er upp á dans- og tónlistarkennslu.

Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/656918699737042

Frumsýning TÓGÓLÍSU Sunnudaginn 1. október kl. 13:00

Leikstjórinn og góðvinkona samtakanna, Alda Lóa, frumsýnir kvikmyndina Tógólísa á RIFF á sunnudaginn í Háskólabíói, Sal 1. Mirlinda Kuakuvi verður viðstödd og tekur nokkur lög!

Um myndina: Tógó, haustið 2019. Söngkonan Mirlinda, Tatas, og kokkurinn Sisi, setja upp tónlistarsumarbúðir í fjórða sinn. Fimm dagar af leik, dansi og þátttöku er fylgt eftir með tónleikum fyrir foreldrana. Um er að ræða lifandi kvikmyndasýningu með tónlist og dansi.

Kaupa miða: https://riff23.eventive.org/schedule/65018b50d81b24001f324c31

Rokkbúðir 13-15 ára í haustfríinu

ROKKBÚÐIR AFLÝST VEGNA DRÆMRAR SKRÁNINGAR

THE ROCK CAMP IS CANCELLED DUE TO LACK OF REGISTRATIONS

English below

Rokkbúðir fyrir 13-15 ára verða haldnar dagana 27.-30. október í 2023 í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 í Breiðholti.

Hver þátttakandi mætir í fjóra daga í búðirnar, frá 10 til 17 (sjá dagskrá neðst). Þá fá allir þátttakendur að læra á eitt hljóðfæri og prófa önnur, taka þátt í vinnustofum og leikjum, stofna hljómsveit og semja lag sem verður svo flutt á lokatónleikum frammi fyrir fjölskyldu og vinum. 

Lokatónleikarnir verða haldnir mánudaginn 30. október kl 16:30 í Völvufelli 17 í Breiðholti.

Verð í rokkbúðirnar er valfrjálst en viðmiðunarþátttökugjald er 30.000 krónur*

Verkefnið er rekið af hugsjón í sjálfboðastarfi og því eru öll frjáls framlög umfram lágmarksgjaldið vel þegin.

Innifalið í gjaldinu eru 28 klukkutíma dagskrá sem þar sem innifalið eru:  hljóðfæratímar í hópum, hljóðfærakarnival (þátttakendur prófa öll hljóðfæri), hljómsveitaæfingar, leiðsögn sjálboðaliða, vinnusmiðjur, lokatónleikar, dagleg hressing og fræðsla.

Sú upphæð sem valin er hefur engin áhrif á möguleika þátttakanda að komast að á námskeiðinu, einungis er valið inn eftir þeim skráningum sem fyrstar berast.

Ef þátttakandi sér nú þegar fram á að geta ekki mætt alla daga þá getum við því miður ekki boðið þátttakanda pláss í búðunum nema í undantekningartilfellum. Vinsamlega hafið samband á info@stelpurrokka.is ef þið sjáið fram á forföll í hálfan dag.  

Stelpur, stálp, trans strákar og intersex krakkar velkomin!

*Engum þátttakenda verður vísað frá sökum fjárskorts. Ef þátttakandi sér ekki fram á að hafa tök á að greiða lágmarksgjaldið, vinsamlegast takið fram í næsta reit hvaða upphæð þátttakandi hefur tök á að borga fyrir námskeiðið. Vinsamlega athugið að niðurgreidd pláss eru einkum ætluð efnaminni þátttakendum.

*ENGLISH*

Rock Camp for 13-15 yo during the Fall Vacation

The rock camp for 13-15 year olds takes place October 27-30 2023 in Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2 in Breiðholt, 111 Reykjavík.

Participants will attend four days between 10:00 and 17:00 (see schedule below). All participants get to learn one instrument and try out others, take part in workshops and games, start a band and write a song that will then be performed at the final concert in front of family and friends.

The final concert will be held on Monday October 30th at 4:30pm in Völvufell 17 in Breiðholt, 111 Reykjavík

The price for the rock camp is optional, but the standard participation fee is 30,000 ISK*

The project is run on a volunteer basis, so all free donations above the minimum fee are greatly appreciated.

The fee includes a 28-hour program that includes: group instrument lessons, instrument carnival (participants try out all instruments), band rehearsals, guidance from volunteers, workshops, final concert, daily refreshments and education.

The amount chosen has no effect on the participant's chances of getting into the course, the selection is only made based on the registrations that arrive first.

If a participant will not be able to attend all four days of rock camp we cannot guarantee a spot in the camp. Please contact us in info@stelpurrokka.is if the participant cannot attend up to half a day.

Girls, non-binary, trans and intersex kids are welcome!

*No participants will be turned away due to lack of funds. If the participant does not expect to be able to pay the minimum fee, please state in the next field the amount the participant is able to pay for the course. Please note that subsidized places are mainly intended for less wealthy participants.

Raftónlist | Electronic Music Course

Á námskeiðinu Raftónlist fara leiðbeinendurnir Ólöf Benediktsdóttir og Nína yfir helstu tæki og tól sem þarf að kunna skil á til að gera raftónlist. Námskeiðið miðar að því að veita breiðan grunn til að koma þátttakendum af stað í að gera tónlist með tölvu eða rafhljóðfærum. Stiklað verður á stóru um lagasmíðar, hljóðfræði, tónfræði, upptökutækni og hljóðblöndun. Þátttakendur vinna í sínu eigin tónverki og í lok námskeiðsins ættu þau öll að hafa vísi að tilbúnu verki eða fullklárað tónverk. 

Á námskeiðinu verður kennt á Ableton, en nemendur fá ábendingar um sambærileg forrit sem hægt er að nota ókeypis. Æskilegt er að vera með fartölvu á námskeiðinu, en það er þó ekki nauðsynlegt.

Hvar og hvenær?

Kennt er á föstudögum milli 17 og 19 í Völvufelli 17, 111 Reykjavík.

Fyrsti hittingur verður föstudaginn 13. október 2023.

Fyrir hvern?

Námskeiðið er fyrir öll 18+ konur, trans menn, kvár og intersex fólk.

Dagskrá

Tími 1 - 13. október - Hljóðkerfið og mixerinn. Kynning á live hljóðtækini.

Tími 2 - 20. október - Upptökutækni og hljóðfræði. Tíminn verður kenndur í upptökuveri í bókasafni Reykjavíkur í Úlfarárdal

Tími 3 - 3. nóvember - Tónsmíðar í tölvu - Ableton, midi og tónfræði 

Tími 4 - 10. nóvember - Tónsmíðar í tölvu - Ableton, midi og tónfræð

Tími 5 - 17. nóvember - Tónsmíðar í tölvu - Ableton, midi og tónfræð

Tími 6 - 24. nóvember - Kynning og yfirferð á verkefnum nemenda

Kennarar

Nína er 27 ára kvár sem komið að starfi Stelpur Rokka / Læti! síðan 2023 Nína lauk tónsmíðarnámi við raftónlist í LHÍ árið 2023 og er núna nemandi í rythmískri söng og hljóðfærakennslu við sama skóla. Í tónlistarsköpun sinni nýtir Nína sér margvíslegar mismunandi aðferðir, bæði elektrónískar og akústískar, og á námskeiðinu mun hán miðla einhverjum af þessum aðferðum til nemenda. 

Ólöf Benediktsdóttir nýtir sér ýmsa miðla í sinni listsköpun, bæði tónlist, myndlist og ljóðlist. Þegar hún er ekki að skapa sína eigin list starfar hún við hljóðmennsku og sem verkefnastýra tónlistarmiðstöðvar Stelpur Rokka / Læti! Á námskeiðinu mun hún miðla tæknilegri þekkingu til nemenda og leiðbeina þeim í upptökutækni og hljóðblöndun. 


Verð

Verð er valfrjálst en viðmiðunarþátttökugjald er 17.000 krónur*

Við hvetjum þátttakendur til að sækja um styrk hjá sínu stéttarfélagi vegna námskeiðsins. 

*Engum þátttakenda verður vísað frá sökum fjárskorts. Ef þátttakandi sér ekki fram á að hafa tök á að greiða lágmarksgjaldið, vinsamlegast takið fram í skráningarforminu hvaða upphæð þátttakandi hefur tök á að borga fyrir námskeiðið. Vinsamlega athugið að niðurgreidd pláss eru einkum ætluð efnaminni þátttakendum.

SKRÁNING: https://forms.gle/pb5Vd9jdkJL4Tiw28

Skráningu lýkur 7. október.

ENGLISH

In the Electronic Music course, the instructors Ólöf and Nína go over the main tools and equipment you need to know how to make electronic music.

The course aims to provide a broad foundation to get participants started in making music with a computer or electronic instruments. Songwriting, acoustics, music theory, recording techniques and mixing will be covered. Participants will work on their own composition and at the end of the course they should all have a sketch of a finished piece or a finished composition.

The course will be taught on Ableton but students will get tips on similar programs that can be used for free. It is preferable to have a laptop during the course, but it is not necessary.


Where and when?

Classes are held on Fridays between 5 and 7 pm at Völvufell 17, 111 Reykjavík.

The first meeting will be on Friday, October 13.

For whom?

The course is open for individuals of marginalized genders (female, trans, non-binary and intersex) over 18 years old.

Lesson schedule

Lesson 1 - 13. October - The sound system and the mixer. Introduction to the live mixing.

Lesson 2 - 20. October -  Recording techniques and acoustics. The class will be taught in a recording studio in Reykjavík's library in Úlfarárdalur.

Lesson 3 - 3. November - Computer composition - Ableton, midi and music theory

Lesson 4 - 10. November - Computer composition - Ableton, midi and music theory

Lesson 5 - 17. November - Computer composition - Ableton, midi and music theory

Lesson 6 - 24. November - Presentation and review of students' projects


Instructors

Nína is a 27-year-old non-binary musician who has been involved in Stelpur Rokka / Læti! since 2023. Nína completed a composition course in electronic music at LHÍ in 2023 and is now a student in rhythmic singing and instrument teaching at the same school. In her music creation, Nína uses many different methods, both electronic and acoustic, and during the course she will share some of these methods with the students.

Ólöf Benediktsdóttir uses various media in her artistic creation, both music, art and poetry. When she is not creating her own art, she works as a sound engineer and as project manager of the music center Stelpur Rokka / Læti! During the course, she will impart technical knowledge to students and guide them in recording techniques and sound mixing.

Price

The price is optional, but the standard participation fee is 17.000 ISK*

We encourage participants to apply for a grant at their union for the course fee.

*No participants will be turned away due to lack of funds. If the participant does not expect to be able to pay the minimum fee, please state in the registration form the amount the participant is able to pay for the course. Please note that subsidized places are mainly intended for less wealthy participants.

REGISTRATION: https://forms.gle/pb5Vd9jdkJL4Tiw28

Registration closes on October 7th.

Ég spila á textíl! // I Play the Textile | Workshop with Sophie Skach

Ég spila á textíl
Vinnustofa í textíl sem hljóðfæri með Sophie Skach

Spilum tónlist með e-textíl! Laugardaginn 16. september kl. 15:00-17:00 bjóða Stelpur rokka! / Læti! og Intelligent Instruments Lab upp á vinnustofu í raf-textíl með Sophie Skach.

Hægt er að búa til vefnaðarvöru með leiðandi eiginleika í skynjara og jafnvel hátalara. Þær eru kallaðar e-textíl eða snjall vefnaður. En hvað sem þú svo sem kýst að kalla þær, þá muntu í þessari vinnustofu fá stutta kynningu á notkun textíls sem hljóðfæri. Að lokum mun Sophie kenna okkur að búa til einfaldan skynjara úr mjúku efni sem triggerar hljóð!

Sophie Skach er nýdoktor á sviði textíls með stafrænum miðlum sem starfar um þessar mundir sem rannsakandi hjá Intelligent Instruments Lab í Listaháskóla Íslands og í London.

Vinnustofan er fyrir öll jaðarsett kyn; konur, kvár, transkarla og intersex fólk á öllum aldri!

Engrar þekkingar er krafist.

Frítt er inn en skráningar krafist: https://forms.gle/DRbDJR21zeHm1rgK7

Staðsetning:
Listaháskóli Íslands
Þverholt 11
4. hæð
105 Reykjavík

Tengiliður: Esther Þorvaldsdóttir (s. 8654666)

//

I Play the Textile
Workshop in textiles as an instrument with Sophie Skach

Let's play music with e-textiles! Saturday, September 16 at 15:00-17:00 Girls rock Iceland! / Læti! and Intelligent Instruments Lab invite you to an electro-textile workshop with Sophie Skach.

Textiles equipped with conductive properties can be made into sensors, and even speakers. They are called e-textiles or smart textiles. Whatever you want to call it, in this workshop we get a short introduction to the use of textiles as an instrument. Finally, Sophie will teach us to make a simple sensor of soft material that triggers sound!

Sophie Skach is a postdoctoral researcher in the field of textiles with digital media who currently works as a researcher at the Intelligent Instruments Lab at the Iceland Academy of the Arts and in London.

The workshop is for all marginalized genders; women, trans, non-binary and intersex people of all ages!

No knowledge is necessary.

It's free to enter and registration is required: https://forms.gle/DRbDJR21zeHm1rgK7

Location:
Iceland University of the Arts
Þverholt 11
4th floor
105 Reykjavík

Contact: Esther Þorvaldsdóttir (tel. 8654666)

Tónleikanámskeið fyrir 15-20 ára

English below

Tónleikanámskeið Stelpur rokka! / Læti! er nýtt 10 vikna námskeið fyrir 15-20 ára ungmenni þar sem áhersla er lögð á undirbúning og framkvæmd tónleika, kennslu í hljóðblöndun og kynningu á hljóðkerfum.

Þátttakendur fara saman á tónleika, bóka hljómsveitir, vinna og læra að markaðssetja og taka virkan þátt í framkvæmd tónleikanna og hljóðblöndun þeirra. Afraksturinn verður aðgengilegur og áfengislaus tónleikaviðburður þar sem grasrót ungmennasveita verða í forgrunni.

Þátttakendur námskeiðsins munu hittast í tvo tíma í senn vikulega í tónlistarmiðstöð samtakanna undir handleiðslu Ólafar Rúnar Benediktsdóttur hljóðkonu og umsjónarkonu tónlistarmiðstöðvar samtakanna í Völvufellin 17.

Dags.: Þriðjudagar kl. 18:00-20:00
Fyrsti hittingur: 19. september 2023
Fyrir hverja: Kvk, kynsegin, trans og intersex á aldrinum 15-20 ára

Með tónleikanámskeiðinu vilja samtökin halda áfram að bjóða upp á ný og fjölbreytt námskeið um tæknilegar hliðar tónlistar.

Tónleikar tónleikanámskeiðsins munu efla enn frekar tónleikahald ungmenna í tónlistarmiðstöðinni, sem er einn af örfáum áfengislausu ungmennatónleikastöðum á landinu. Námskeiðið verður boðið endurgjaldslaust en frjáls framlög verða boðin á tónleikunum.

Skráning fer fram hér: https://forms.gle/HLysJw8XunswfQ9U7 

Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði.

———

Concert Course of Girls Rock! / Læti!

This is a new 10-week course for 15-20-year-old youth, where the emphasis is on the preparation and performance of concerts, instruction in sound mixing and introduction to sound systems.

Participants go to concerts together, book bands, work and learn marketing and take an active part in the performance of the concerts and their sound mixing. The result will be an accessible and alcohol-free concert event featuring grassroots youth bands.

The participants of the course will meet for two hours at a time weekly at the organization's music center under the guidance of Ólöf Rún Benediktsdóttir, sound engineer and supervisor of the organization's music center at Völvufell 17.

Days: Tuesdays at 18:00-20:00
First meeting: 19 September 2023
For whom: Female, non-binary, trans and intersex aged 15-20

With the concert course, the association wants to continue offering new and varied courses on the technical aspects of music.

The concerts of the concert course will further promote youth concerts at the music center, which is one of the very few alcohol-free youth concert venues in the country. The course will be offered free of charge, but voluntary donations can be given at the concert.

Registration: https://forms.gle/HLysJw8XunswfQ9U7

The project is funded by the Children's Culture Foundation.

Hinsegin tónleikar

Samtökin Stelpur Rokka / Læti! efna til hinsegin tónleika í tónlistarmiðstöð samtakanna í Völvufelli 17 í tilefni hinsegin daga í Reykjavík. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og öll velkomin.

Hljómsveitirnar sem koma fram eru: ronja, Bob Hermit og Día

Dags.: Miðvikudaginn 9. ágúst kl. 19:00

Staðsetning: Völvufell 17, 111 Reykjavík (bleik hurð)

Tónleikarnir eru þeir fjórðu sem verða haldnir í tónleikaröð samtakanna sem er styrkt af Tónlistarsjóði. Markmið verkefnisins er að gefa ungmennum sem eru að taka sín fyrstu skref í tónlist tækifæri til að spila á almennum vettvangi, að skapa stað fyrir ungt fólk til að sjá lifandi tónlist, og að brúa bil milli kynslóða í tónlist á Íslandi.

Enginn aðgangseyrir er inn á tónleikana, en ef fólk vil leggja samtökunum lið í okkar verkefnum er alltaf hægt að styrkja okkur með beinum framlögum inná reikning, kennitala 700112-0710, reikningsnúmer 301-26-700112.

Verkefnið er styrkt af tónlistarsjóði.--------

Stelpur Rokka / Læti! will host a queer concert in the organisations music center in Völvufell 17 in celebration of Pride week in Reykjavík. There is no age limit for the concert and everyone is welcome.

The bands performing are: ronja, Bob Hermit og Día

Date: Wednesday August 9th at 7pm

Location: Völvufell 17, 111 Reykjavík (pink door)

The concert are the fourth to be held this year in a series funded by Tónlistarsjóður. The goal of the project is to give young people taking their first steps in music the opportunity to play on a public stage, to create a place for young people toto see live music, and to bridge the gap between generations in music in Iceland.

There is no entrance fee for the concert, but if people want to support the organisation and our projects, you can always support us with direct donations to the account, kt. 700112-0710, rnr. 301-26-700112.

The project is funded by Tónlistarsjóður

Haust 2023

Skráning er nú opin fyrir hausmisserið 2023! Í boði verða bæði einkatímar og hljómsveitatímar (rokkrúletta) fyrir alla aldurshópa. Kennt verður á öll helstu rokkhljóðfæri: söngur, trommur, bassi, gítar og hljómborð.

Starfið hefst 4. september og því lýkur með lokatónleikum miðvikudaginn 29. nóvember.

8-17 ÁRA

Rokkrúlletta (hljómsveit): https://forms.gle/L5i7EPCoj9WRS4t28

Einkatímar: https://forms.gle/cUhEHusC1o4sFzfg9

18+ ÁRA

Rokkrúlletta (hljómsveit): https://forms.gle/Njikag3RRDN7u4La8

Einkatímar: https://forms.gle/ZN8Zoh45s6S6upQb7

Kennsla fer fram í Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka! / Læti! að Völvufelli 15 og 17 (nema kennari og nemandi komist að samkomulagi um annað). Tónlistarmiðstöðin okkar er með fullbúið hljóðkerfi og hljóðfæri. Auk einkakennslu og hljómsveitatíma er hægt er að leigja rýmið til hljómsveitaæfinga á eigin vegum.

Við bjóðum einnig upp á ýmiskonar tilfallandi námskeið og vinnusmiðjur sem við munum auglýsa sérstaklega á miðlunum okkar. Þið finnið okkur á Facebook og Instagram!

Skráning stendur yfir til 25. ágúst.

Samtökin þjónusta bæði börn og fullorðna sem tilheyra jaðarsettum kynjum; kvenkyns, kynsegin, trans og intersex.

— English —

Registration is now open for the fall semester of 2023! Private lessons and band lessons (rock roulette) will be available for all age groups. All the main rock instruments will be available: vocals, drums, bass, guitar and keyboard.

The program begins on September 4 and ends with the final concert on Wednesday, November 29.

8-17 YEAR OLDS

Rock rollette (band) : https://forms.gle/L5i7EPCoj9WRS4t28

Private lessons: https://forms.gle/cUhEHusC1o4sFzfg9

18+ YEAR OLDS

Rock roulette (band): https://forms.gle/Njikag3RRDN7u4La8

Private lessons: https://forms.gle/ZN8Zoh45s6S6upQb7

Lessons take place in the Music Center Stelpur rokka! / Læti! at Völvufell 15 and 17 (unless teacher and student agree on a different location). Our music center has a fully equipped sound system and instruments. In addition to private lessons and band lessons, the space can be rented for private band practices.

We also offer various occasional courses and workshops that we will advertise on our media. You can find us on Facebook and Instagram!

Registration continues until August 25.

The organisation is for marginalized genders, children and adults alike; female, non-binary, trans and intersex.

Rokkbúðir 10-12 ára - 24.-27. júlí 2023

Rokkbúðir 10-12 ára 2023 verða haldnar dagana 24.-27. júlí 2023 í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 í Breiðholti.

Rokkbúðirnar eru fyrir stelpur, trans stráka, stálp og intersex krakka á aldrinum 10-12 ára. Krakkarnir fá hljóðfærakennslu í hópum, fara á hljómsveitaæfingar, fá leiðsögn sjálboðaliða, sækja vinnusmiðjur í textasmíði, rokksögu og fleiru, spila á lokatónleikum og fá daglega hressingu.

Búðirnar standa yfir í fjóra daga, frá kl. 10 til 17 í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, 111 Reykjavík.

Lokatónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 27. júlí kl 16:00 í Völvufelli 17 í Breiðholti.

Verð í rokksumarbúðirnar er valfrjálst en viðmiðunarþátttökugjald er 30.000 krónur.


Verkefnið er rekið af hugsjón í sjálfboðastarfi og því eru öll frjáls framlög umfram lágmarksgjaldið vel þegin.

Engum þátttakenda verður vísað frá sökum fjárskorts. Ef þátttakandi sér ekki fram á að hafa tök á að greiða lágmarksgjaldið, vinsamlegast takið fram í næsta reit hvaða upphæð þátttakandi hefur tök á að borga fyrir námskeiðið. Vinsamlega athugið að niðurgreidd pláss eru einkum ætluð efnaminni þátttakendum.

Sú upphæð sem valin er hefur engin áhrif á möguleika þátttakanda að komast að á námskeiðinu, einungis er valið inn eftir þeim skráningum sem fyrstar berast.

Skráning er hafin hér: https://forms.gle/HPmxMLomxdRUpmDR9

Við munum staðfesta þátttöku og hljóðfæri fljótlega eftir að greiðsla hefur borist (ef við á) inn á reikning

301-26-700112
Kt: 700112-0710

Vinsamlega setjið fullt nafn þátttakanda í skýringu með greiðslu og sendið greiðsluafrit á info@stelpurrokka.is

Skráningu lýkur fimmtudaginn 20. júlí.


ENGLISH

The rock camp for 10-12 year olds takes place July 24-27 2023 in Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2 in Breiðholt, 111 Reykjavík.

The camp is for girls, non-binary, trans and intersex kids at the age of 10-12 years old. The kids get instrument lessons, go to band rehearsals, get guided by volunteers, attend workshops in lyrics writing, rock history and more, play in the final concert and get daily refreshments.

Participants are required to attend four days between 10:00 and 17:00 in Tónskóli Sigursveins, Hraungbergi 2, 111 Reykjavík.

The final concert will be held on Thursday July 27th at 4pm in Völvufell 17 in Breiðholt, 111 Reykjavík


The rock camp fee is voluntary. The suggested fee is 30.000 krónur.

The project is run on a volunteer basis, so all donations beyond the suggested fee will be gratefully received. No participant will be turned away on the basis of their ability to pay. If a participant doesn’t anticipate being able to pay the reference fee, please specify in the following field what the participant can afford to pay for the course.

Please note that the subsidized spots are primarily intended for participants who are from economically disadvantaged families.

The chosen amount has no effect on the participant’s chances of getting into the camp. Applicants are accepted in the order in which they apply.

Register here: https://forms.gle/HPmxMLomxdRUpmDR9

We will confirm your spot and instrument manually shortly after having received payment (if applicable) in the following account:

301-26-700112
Kt: 700112-0710

Please put the FULL NAME of participant as an explanation for the payment and send us a copy to info@stelpurrokka.is
 

Registartion closes Thursday July 20th.

Íslensk grasrótartónlist

Námskeið fyrir: 13-16 ára
Dagsetningar: 26.-30. júní 2023
Staðsetning: Völvufell 17, 111 Reykjavík

Íslensk grasrótartónlist er námskeið sem leggur áherslu á grasrótarsenuna á Íslandi. Farið verður í saumana á alls konar tónlistarsenum sem eru í gangi á þessari litlu eyju t.d. pönkið, rokkið, raftónlist og margt fleira. Hvernig byrjuðu þessar senur hér á Íslandi? Fjallað verður um unga krakka sem eru að skapa sína eigin tónlist og spila á tónleikum og boðið upp á skemmtilegar uppákomur, eins og heimsókn frá starfandi tónlistarfólki og bíókvöld.

Þátttakendur munu læra um pönk, metal, indí, raftónlist og rapp sem hefur orðið til í grasrótinni á Íslandi. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að kynna fyrir ungu fólki þá grósku sem hefur þrifist og þrífst ennþá á jaðri íslenskrar tónlistarsenu og mikilvægi hennar fyrir menningu okkar og aðrar listir.

Námskeiðinu er stýrt af ungri tónlistarkonu, Þórhildi Helgu Pálsdóttur, sem hefur vakið athygli bæði með hljómsveit sinni Ókindarhjarta og þegar hún komst í úrslit í Idol stjörnuleit. 

Öllum ungmennum á aldrinum 13-16 ára sem tilheyra jaðarsettum kynjum, þ.e. kvenkyns, kynsegin, trans og intersex, er frjálst að sækja námskeiðið og verður það þeim að kostnaðarlausu. Skráning er þó nauðsynleg!

Námskeiðið verður kennt yfir fimm daga tímabil dagana 26.-30. júní frá 16-19* í Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka! í Völvufelli 17 í Breiðholti.

*Hver dagur verður tileinkaður ákveðinni tónlistarstefnu fyrir utan eitt kvöld þar sem farið verður á tónleika, því gæti tímasetningar breyst lítillega.

Skráningu lokið

Verkefnið er stutt af Reykjavíkurborg.

//

Course for: 13-16 year olds
Dates: 26.-30. June 2023
Location: Völvufell 17, 111 Reykjavík

Icelandic Grassroots Music is a course that focuses on the grassroots scene in Iceland. We talk and learn about all kinds of music scenes that are going on in this small island, e.g. punk, rock, electronic music and much more. We will learn about the origin of these scenes here in Iceland and talk about young musicians who are creating their own music and playing at concerts. This will be a mix of fun events, such as visits from working musicians and movie nights. The course is led by a young musician, Þórhildur Helga Pálsdóttir, who is known for her band Ókindarhjarta and for her performances in the finals in the Icelandic Idol competition.

Participants will learn about punk, metal, indie, electronic music and rap that has been originated in the grassroots in Iceland. The goal of the project is primarily to introduce young people to the growth that has thrived and still thrives on the fringe of the Icelandic music scene and its importance for our culture and other arts.

All young people aged 13-16 who identify as marginalized genders, i.e. female, transgender, trans and intersex, are free to attend the course and it will be free of charge. Registration is required though!

The course will be taught over a five-day period on the 26th-30th of June from 16-19* at the Stelpur rokka! Music Center at Völvufell 17 in Breiðholt.

*Each day will be dedicated to a specific music genre except for one evening where there will be a concert, so the timings may change slightly.

Registration is closed

The project is supported by the City of Reykjavik