Í tilefni af komu Mirlindu Kuakuvi til Íslands, og frumsýningu á kvikmyndinni Tógólísa, munum við halda danssmiðju með söngkonunni og kíkja á frumsýningu!
Danssmiðja laugardaginn 30. september kl. 15:00-17:00
Poppstjarnan Mirlinda Kuakuvi mun kenna okkur dansinn Touméwé frá suður Tógó. Kennslan fer fram á ensku en Mirlinda talar einnig frönsku. Við gerum ekki ráð fyrir að tala mikið, heldur mun dansinn ráða för. Ekki er krafist mikillar tungumálakunnáttu.
Ekkert aldurstakmark. Viðburðurinn er fyrir konur, kvár, trans og intersex fólk.
Samtök Mirlindu í Tógó hafa starfað með Stelpur rokka! / Læti! um árabil og er samstarfið styrkt af Utanríkisráðuneytinu. Mirlinda heldur á hverju sumri búðir fyrir stúlkur í Tógó þar sem boðið er upp á dans- og tónlistarkennslu.
Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/656918699737042
Frumsýning TÓGÓLÍSU Sunnudaginn 1. október kl. 13:00
Leikstjórinn og góðvinkona samtakanna, Alda Lóa, frumsýnir kvikmyndina Tógólísa á RIFF á sunnudaginn í Háskólabíói, Sal 1. Mirlinda Kuakuvi verður viðstödd og tekur nokkur lög!
Um myndina: Tógó, haustið 2019. Söngkonan Mirlinda, Tatas, og kokkurinn Sisi, setja upp tónlistarsumarbúðir í fjórða sinn. Fimm dagar af leik, dansi og þátttöku er fylgt eftir með tónleikum fyrir foreldrana. Um er að ræða lifandi kvikmyndasýningu með tónlist og dansi.
Kaupa miða: https://riff23.eventive.org/schedule/65018b50d81b24001f324c31