Námskeið fyrir: 13-16 ára
Dagsetningar: 26.-30. júní 2023
Staðsetning: Völvufell 17, 111 Reykjavík
Íslensk grasrótartónlist er námskeið sem leggur áherslu á grasrótarsenuna á Íslandi. Farið verður í saumana á alls konar tónlistarsenum sem eru í gangi á þessari litlu eyju t.d. pönkið, rokkið, raftónlist og margt fleira. Hvernig byrjuðu þessar senur hér á Íslandi? Fjallað verður um unga krakka sem eru að skapa sína eigin tónlist og spila á tónleikum og boðið upp á skemmtilegar uppákomur, eins og heimsókn frá starfandi tónlistarfólki og bíókvöld.
Þátttakendur munu læra um pönk, metal, indí, raftónlist og rapp sem hefur orðið til í grasrótinni á Íslandi. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að kynna fyrir ungu fólki þá grósku sem hefur þrifist og þrífst ennþá á jaðri íslenskrar tónlistarsenu og mikilvægi hennar fyrir menningu okkar og aðrar listir.
Námskeiðinu er stýrt af ungri tónlistarkonu, Þórhildi Helgu Pálsdóttur, sem hefur vakið athygli bæði með hljómsveit sinni Ókindarhjarta og þegar hún komst í úrslit í Idol stjörnuleit.
Öllum ungmennum á aldrinum 13-16 ára sem tilheyra jaðarsettum kynjum, þ.e. kvenkyns, kynsegin, trans og intersex, er frjálst að sækja námskeiðið og verður það þeim að kostnaðarlausu. Skráning er þó nauðsynleg!
Námskeiðið verður kennt yfir fimm daga tímabil dagana 26.-30. júní frá 16-19* í Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka! í Völvufelli 17 í Breiðholti.
*Hver dagur verður tileinkaður ákveðinni tónlistarstefnu fyrir utan eitt kvöld þar sem farið verður á tónleika, því gæti tímasetningar breyst lítillega.
Skráningu lokið
Verkefnið er stutt af Reykjavíkurborg.
//
Course for: 13-16 year olds
Dates: 26.-30. June 2023
Location: Völvufell 17, 111 Reykjavík
Icelandic Grassroots Music is a course that focuses on the grassroots scene in Iceland. We talk and learn about all kinds of music scenes that are going on in this small island, e.g. punk, rock, electronic music and much more. We will learn about the origin of these scenes here in Iceland and talk about young musicians who are creating their own music and playing at concerts. This will be a mix of fun events, such as visits from working musicians and movie nights. The course is led by a young musician, Þórhildur Helga Pálsdóttir, who is known for her band Ókindarhjarta and for her performances in the finals in the Icelandic Idol competition.
Participants will learn about punk, metal, indie, electronic music and rap that has been originated in the grassroots in Iceland. The goal of the project is primarily to introduce young people to the growth that has thrived and still thrives on the fringe of the Icelandic music scene and its importance for our culture and other arts.
All young people aged 13-16 who identify as marginalized genders, i.e. female, transgender, trans and intersex, are free to attend the course and it will be free of charge. Registration is required though!
The course will be taught over a five-day period on the 26th-30th of June from 16-19* at the Stelpur rokka! Music Center at Völvufell 17 in Breiðholt.
*Each day will be dedicated to a specific music genre except for one evening where there will be a concert, so the timings may change slightly.
Registration is closed
The project is supported by the City of Reykjavik