Kæru rokkarar!
KVENKYNS, TRANS, KYNSEGIN OG INTERSEX - VELKOMIN Í FULLORÐINSROKK 2023
Fullorðinsrokkbúðirnar eru frábært tækifæri fyrir fólk á öllum aldri til að prófa sig áfram í valdeflandi tónlistarsköpun, læra á nýtt hljóðfæri, pönkast og stíga út fyrir þægindarammann.
Dagsetningar: 27.-29. maí 2023
Staðsetning: Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2, 111 Reykjavík
Lokatónleikar: Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka!, Völvufelli 17, 111 Reykjavík
Frí og niðurgreidd pláss í boði. Vinsamlega fyllið út eftirfarandi skráningarform og greiðið viðmiðunarþátttökugjaldið 27.000 krónur inn á reikning Stelpur rokka! Skráning er móttekin um leið og greiðsla berst.
Skrifið nafnið ykkar í athugasemdir við millifærslu í heimabankanum og sendið greiðsluafrit á info@stelpurrokka.is. Stelpur rokka! eru sjálfboðasamtök sem starfa ekki í hagnaðarskyni og eru öll framlög umfram viðmiðunargjald vel þegin.
Athugið að niðurgreidd og frí pláss eru ætluð einstaklingum sem myndu ekki hafa tök á að taka þátt nema með fjárhagsaðstoð, takið fram í skráningarforminu hvaða upphæð hentar. Upphæðin hefur engin áhrif á líkur þátttakanda á að komast á námskeiðið. Öllum þátttakendum sem komast inn er forgangsraðað á hljóðfæri eftir tímaröð skráninga.
Reikningsnúmer: 301-26-700112
Kennitala: 700112-0710
Dagskráin er eftirfarandi:
Laugardagur 27. maí: 12:00 - 18:00
Sunnudagur 28. maí: 12:00 - 21:00 (hvítasunna)
Mánudagur 29. maí: 12:00 - 18:30 (annar í hvítasunnu)
Dagskráin samanstendur af hljóðfærakennslu, hljómsveitaæfingum, vinnusmiðjum, hópefli og glæsilegum lokatónleikum! Lokatónleikar fara fram í Völvufelli 17 kl 18:00 annan í hvítasunnu.
Staðfestingarpóstur frá Stelpur rokka! mun berast innan nokkurra daga frá því að skráning er móttekin og greiðsla hefur borist (ef við á).
Bestu þakkir og sjáumst í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2 í Breiðholti (lokatónleikar í Völvufelli 17)!
Við hlökkum til að rokka með þér! STELPUR ROKKA!
SKRÁNING HÉR: https://forms.gle/pt9yXS1be531bt3Y7
Skráningu lýkur á miðnætti fimmtudaginn 25. maí
Verkefnið er stutt af Reykjavíkurborg.
ENGLISH
Dear rockers!
FEMALE, TRANS, NON-BINARY AND INTERSEX - WELCOME TO THE ADULT ROCK CAMP OF 2023
The Adult Rock Camp is a great chance for people of all ages to experiment with empowering musical creativity, learn how to play a new instrument, be punk and step out of the comfort zone.
Dates: 27.-29. May 2023
Location: Tónskóli Sigursveins, Hraunberg 2, 111 Reykjavík
Final Concert: Girls Rock Music Center, Völvufell 17, 111 Reykjavík
The rock camp fee is voluntary but the suggested fee is 27.000 krónur. Registration is recorded once the fee has been paid. Please, write your name in the comment field in the bank transfer and have a copy sent to info@stelpurrokka.is. The project is run on a volunteer basis, so all donations beyond the suggested fee will be gratefully received.
No participant will be turned away on the basis of their ability to pay. If a participant doesn’t anticipate being able to pay the suggested fee, please specify in the appropriate field what the participant can afford to pay for the course. Please note that the subsidised spots are primarily intended for participants who cannot pay the fee. The chosen amount has no effect on the participant’s chances of getting into the camp. Instrument preferences are accepted in the order of which they apply.
Bank account: 301-26-700112
Kennitala: 700112-0710
The schedule is as follows:
Saturday May 27th: 12:00 - 18:00
Sunday May 28th: 12:00 - 21:00 (Whitsun)
Monday May 29th: 12:00 - 18:30 (bank holiday)
The program includes: group instrument lessons, band rehearsals, workshops, group activities and a final concert. The final concert will take place in Völvufell 17, 111 Reykjavík at 18:00 on May 29th.
We will confirm spots and instruments manually as soon as possible after a payment (if applicable) has been received.
The rock camp will take place in Tónskóli Sigursveins, Hraunbergi 2 in Breiðholt (final concert at Völvufell 17).
We look forward to rock out together!
STELPUR ROKKA!
Register here: https://forms.gle/pt9yXS1be531bt3Y7
Registration closes at midnight on Thursday May 25th
The project is supported by the City of Reykjavík.