///English below///
Stelpur rokka! / Læti! efna til fjáröflunartónleika fyrir rokkbúðir í Tógó, Vestur-Afríku. Tónleikarnir verða haldnir á Gauknum þann 20. maí klukkan 19:00. Á tónleikunum koma fram gugusar, RAKEL, Salóme Katrín og hin hæfileikaríka tógólíska tónlistarkona Mirlinda Kuakuvi, sem jafnframt rekur rokkbúðirnar í Tógó.
Miðasala fer fram í gegnum Glaze og er færsluhirðir Teya.
Stelpur Rokka! / Læti! fjármagna og styðja við tónlistarsumarbúðir fyrir stúlkur í Tógó ásamt rekstri tónlistarmiðstöðvar í höfuðborginni Lomé. Fyrstu rokkbúðirnar voru haldnar árið 2016 og gáfum við þá sneisafullan gám af hljóðfærum og öðrum tónlistarbúnaði. Nú, átta árum seinna, skipa rokkbúðirnar og tónlistarmiðstöðin æ mikilvægari sess í samfélaginu en hljóðfærin hafa séð betri daga. Búðirnar fara stækkandi með hverju sumri, nú koma yfir 50 stúlkur í hvert sinn. Við ætlum að renna enn sterkari stoðum undir starfið og gera rokkbúðunum í Tógó kleift að halda áfram að þróast í takt við aðstæður og þarfir stúlkna þar í landi.
Við hyggjumst senda nýtt hljóðkerfi og fjölda hljóðfæra til Tógó þetta sumarið. Gerum ungum tógólískum stúlkum kleift að hafa rými til tónlistarsköpunar, rými sem er oftast ætlað drengjum, og sköpum jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft þar sem þær geta tjáð sig frjálslega!
Miðaverð á tónleikana er 2.900 kr. Allur ágóði miðasölunnar rennur beint til rokkbúðanna í Tógó, auk þess sem ýmis varningur frá Tógó verður til sölu á staðnum.
Verkefnið nýtur stuðnings frá Utanríkisráðuneytinu og BM Vallá. Reykjavíkurborg styrkir samtökin Læti! / Stelpur rokka!
—-
*English*
Stelpur Rokka! / Læti! organize a fundraising concert for the Girls Rock Camp in Togo, West Africa. The concert will be held at Gaukurinn on May 20 at 19:00. The concert features gugusar, RAKEL, Salóme Katrín and the talented Togolese musician Mirlinda Kuakuvi, who runs the rock camp in Togo.
Tickets are sold through Glaze and the payment goes through Teya.
Stelpur Rokka! / Læti! finance and support a music summer camp for girls in Togo, as well as funding the operation of a music center in the capital, Lomé. The first rock camp was held in 2016 and we donated a container full of musical instruments and other musical equipment. Now, eight years later, the rock camp and the music center occupy an increasingly important place in society, but the instruments have seen better days. The camp is growing every summer, now more than 50 girls come every time. We intend to provide even stronger support for the work and enable the rock camp in Togo to continue developing in line with the conditions and needs of girls in that country.
We plan to send a new sound system and a number of instruments to Togo this summer. Let's enable young Togolese girls to have a space for musical creation, a space usually reserved for boys, and create a positive, supportive and encouraging atmosphere where they can express themselves freely!
Tickets to the concert are 2.900 kr. All proceeds from the ticket sales go directly to the Rock Camp in Togo, as well as various goods from Togo for sale on site.
The project is supported by the Ministry of Foreign Affairs and BM Vallá. The city of Reykjavík support the organisation Læti! / Stelpur rokka!