Læti! félagasamtök standa staðföst með öllum útlendingum á Íslandi sem nú standa frammi fyrir kerfisbundinni misnotkun vegna nýlegra lagabreytinga og vaxandi fordóma sem stafa af hatursorðræðu stjórnmálamanna í garð útlendinga. Við fordæmum þessar aðgerðir og köllum eftir því að stjórnvöld virði mannréttindi og komi fram við hvern einasta einstakling af reisn og virðingu. Við höfum verulegar áhyggjur af því að þær brottvísanir sem nú standa yfir stefni mörgum í alvarlega hættu með því að senda þau aftur til staða sem eru á engan hátt öruggir. Þetta er sérstaklega áhyggjuefni þegar um er að ræða einstaklinga sem hafa búið hér í mörg ár, aðlagast samfélaginu og vilja vera með fjölskyldum sínum.
Sem samtök með sterka tengingu í valdeflingu ungmenna er okkur sérlega umhugað um að vernda börn og fylgja þeim grundvallarreglum sem fram koma í Barnasáttmálanum.
Við skorum á stjórnmálamenn að hafa þessar reglur í forgangi í öllum ákvörðunum sem snerta samfélagið okkar og tryggja að íslensk lög séu í samræmi við evrópsk og alþjóðleg viðmið sem vernda og standa vörð um mannréttindi.
Starfsemi okkar er nú sterkari vegna þeirra sem hafa nýlega komið inn í samfélagið okkar og gengið til liðs við samtökin. Seigla þeirra, hæfileikar og elja hafa auðgað starf okkar. Án þeirra væri þetta starf ekki mögulegt.
Nú verðum við að tryggja að Ísland haldi áfram að vera öruggur staður, fullur af virðingu og fjölbreytni. Við krefjumst þess að stjórnmálamenn okkar séu fyrirmyndir og setji mannréttindi ofar hugmyndum sem stjórnast af ótta.
Stöðvið brottvísanir nýrra Íslendinga sem stofna lífum þeirra í hættu!
Yfirlýsing var samþykkt af stjórn 5. nóvember 2024