Tónleikanámskeið

Tónleikanámskeið Stelpur rokka! / Læti! er nýtt 10 vikna námskeið fyrir 15-20 ára ungmenni þar sem áhersla er lögð á undirbúning og framkvæmd tónleika, kennslu í hljóðblöndun og kynningu á hljóðkerfum. Þátttakendur fara saman á tónleika, bóka hljómsveitir, vinna og dreifa markaðsefni fyrir tónleikana og taka virkan þátt í framkvæmd tónleikanna og hljóðblöndun þeirra. 

Þátttakendur námskeiðsins munu hittast á þriðjudögum frá kl. 16:00-18:00 á Borgarbókasafninu Gerðubergi undir handleiðslu Ólafar Rúnar Benediktsdóttur hljóðkonu og umsjónarkonu tónlistarmiðstöðvar Læti! 

Fyrsti hittingur: 1. október kl. 16:00

Með tónleikanámskeiðinu vilja samtökin halda áfram að bjóða upp á ný og fjölbreytt námskeið um tæknilegar hliðar tónlistar. Verkefnið er styrkt af barnamenningarsjóði og því eru engin þátttökugjöld. 
Spurningum varðandi námskeiðið skal beint til olof@stelpurrokka.is, sími 770-6672.

Skráning er á síðu Borgarbókasafnsins (neðarlega): https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/tonleikanamskeid-stelpur-rokka-laeti

Skráningu lýkur 25. september.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170