Hjálpum Rímu og Nouru að komast í skjól

Við leitum til ykkar svo við getum aðstoðað okkar kæru vinkonu og sjálfboðaliða, Rímu Naser, og systur hennar Nouru. Þær neyddust til að flýja hrylling stríðsins í Sýrlandi og komust til Íslands til að sameinast fjölskyldu sinni sem þegar bjó hér. Á þeim tíma sem Ríma hefur dvalið hér á landi hefur hún orðið ómissandi hluti af starfi okkar í Læti!

Ríma hefur unnið óeigingjarnt sjálfboðastarf í hjá okkur og stutt arabískumælandi börn í rokkbúðum, sem hafa mörg hver upplifað svipaðar hörmungar. Hún veitir þessum börnum hlýju, skilning og von og hjálpar þeim að finna til samkenndar og tilheyra nýju landi. Hún er afar næm og góðvild hennar hefur snert líf okkar djúpt. Við getum ekki hugsað okkur Læti! án Rímu.

Því miður standa Ríma og Noura nú frammi fyrir brottvísun til Venesúela — lands sem þær þekkja lítið þrátt fyrir að vera ríkisborgarar þar, þær hafa hvorki fjölskyldu né vini þar og takmarkaða kunnáttu á tungumálinu, þar sem þær ólust upp í Sýrlandi. Óstöðugt ástand og há glæpatíðni í Venesúela gerir landið að afar hættulegum stað fyrir þær, sérstaklega sem ungar konur án nokkurs stuðningsnets.

Þess vegna biðjum við um hjálp. Öll framlög fara beint í að aðstoða Rímu og Nouru við að finna öryggi annars staðar, þar sem þær geta búið og unnið þar til þær geta snúið aftur heim til Íslands og sameinast fjölskyldu sinni. 

Til að styrkja:

Reikningur: 301-26-700112

Kennitala: 700112-0710

Skýring: Ríma

Við þökkum innilega fyrir hvers kyns stuðning, hvert framlag skiptir máli. Tökum höndum saman og hjálpum Rímu og Nouru að komast í öruggt skjól!

English

Help Ríma and Noura Find Safety

We’re reaching out to you on behalf of our dear friend and volunteer, Ríma Naser, and her sister Noura. They were forced to flee the horrors of war in Syria. They made it to Iceland to reunite with their family that already lived here. In the time she’s been here, Ríma has become a truly beloved part of our community at Læti!

Ríma has volunteered tirelessly in our programs, supporting Arabic-speaking children at rock camps, many of whom have experienced similar hardships. She brings comfort, understanding, and hope to these children, helping them find a sense of belonging in a new land. Her sensitivity and kindness have deeply touched our lives, and we honestly cannot imagine Læti! without her.

Sadly, Ríma and Noura are now facing deportation to Venezuela—a place they barely know even if they are citizens, where they have no family, no friends, and limited knowledge of the language, as they grew up in Syria. Venezuela’s current instability and high crime rate make it an extremely dangerous place for them, especially as young women without any support network.

This is why we’re asking for your help. Your donation will go directly to help Ríma and Noura find safety elsewhere, where they can live and work until they can return to Iceland and be reunited with their family again. 

To Donate:

Account Number: 301-26-700112

Kennitala: 700112-0710

Reference: Ríma

Thank you from the bottom of our hearts for any support you can provide. Let’s come together to help Ríma and Noura find the safety they deserve.