Grant Writing Workshop and Creatives Meet-Up

English below

Vertu með í Læti! sunnudaginn 15. september frá og taktu þátt í vinnustofu um styrkjarskrif fyrir tónlistarfólk, undir handleiðslu Estherar Thorvalds. Eftir vinnustofuna verður óformlegur hittingur fyrir skapandi fólk.

16:00-17:30 Styrkjaskrif, vinnustofa
17:30-19:00 Hittingur fyrir skapandi fólk

Þessi vinnustofa er opin konum og fólki sem tilheyrir jaðarsettum kynjum og býður upp á öruggt rými fyrir minnihlutahópa í tónlist.

Esther mun fara yfir leiðir til að skrifa sterkar styrksumsóknir, með áherslu Listamannalaun, en fresturinn fyrir þau er 1. október. Vinnustofan mun þó nýtast öllum þeim sem hyggjast sækja um styrki úr öðrum sjóðum.

Undirbúningur: Esther mælir með að þau sem hyggjast sækja um Listamannalaun verði tilbúin með verkefni sem þau ætla að framkvæma á næsta ári. Þá er gott að vera búin að hafa samband við samstarfsaðila eða bókara með góðum fyrirvara. Þótt ekki sé hægt að opinbera tónleika, plötuútgáfur, sýningar o.þ.h. áður en umsókn er send þá styrkir það umsóknina að geta sagt að viðræður séu hafnar og enn frekar að samningur sé kominn í hús.

Vinnustofan verður á ensku og íslensku, allt eftir þörfum þátttakenda.

Skráning: https://forms.gle/XuLiQZHuVwKETgqG8

Viðburðurinn er ókeypis en Læti! tekur við frjálsum framlögum:
Kennitala: 700112-0710
Reikningur: 301-26-700112

Vinnustofa í styrkjaskrifum á Facebook: https://www.facebook.com/events/1654235045427431

Eftir smiðjuna verður óformlegur hittingur skapandi fólks þar sem við skoðum leiðir til að skrifa "um mig" texta og taka hljómsveitarmyndir. Þá munum við einnig fá tækifæri til að sýna öðrum hvað þið eru að vinna að. Öllum er velkomið að sýna verk sín eða einfaldlega slaka á og njóta verka annarra. Um er að ræða afslappaðan hitting sem býður upp á rými fyrir tónlistarfólk og annað skapandi fólk til að deila verkum sínum, skiptast á athugasemdum og að þessu sinni munum við vinna að því að betrumbæta persónulega "brandið".

Ef þig langar í aðstoð til að skrifa texta um þig eða taka nýjar hljómsveitarmyndir eða einfaldlega njóta sköpunarkrafts annarra, þá er þetta hið fullkomna tækifæri.

Þú þarft ekki að taka þátt í að kynna þig nema þú viljir, en hér er þó tækifæri til að kynna þig og verkin þín og skoða hvað önnur eru að gera skemmtilegt. Þetta er kjörið tækifæri fyrir DIY listafólk að fá stuðning og endurgjöf frá fólki í svipaðri stöðu!

Konur og einstaklingar sem tilheyra jaðarsettum kynjum eru velkomin. Við leggjum okkur fram við að bjóða upp á styðjandi og hvetjandi umhverfi og öruggara rými.

Upphaflega hétu þessir hittingar "Solo Artist Meet Ups" og voru til þess gerðir að leyfa fólki sem almennt vinnur einsamalt að tónlist sinni að hitta annað fólk í sömu stöðu. Við höfum ákveðið að opna viðburðina fyrir alls kyns skapandi fólk sem ekki endilega vinnur að tónlist, sem og fyrir fólk sem vinnur í hópum (t.d. hljómsveitir).

Viðburður fyrir hittinginn: https://www.facebook.com/events/1713998132702760

*English*

Join Læti! on Sunday, September 15th, for an exclusive workshop on grant writing for musicians, led by Esther Thorvalds. Afterwards we’ll have an informal meeting for creatives.

4.00-5.30 pm Grant Writing Workshop
5.30-7.00 pm Meet-Up for Creatives

Open to all women and people of marginalized genders, this workshop offers a safe space for gender minorities in music.

Esther will provide valuable tips on crafting strong grant applications, with a focus on the upcoming Artist Salaries deadline on October 1st. However, the workshop will be useful to all those who intend to apply for other grants.

Preparation: Esther recommends that those who intend to apply for the Artist's Salaries be prepared with a project they plan to carry out next year. It is good to have already contacted a partner or booker in advance. Although it may not be possible to publically reveal concerts, album releases, shows, etc. before the application is sent, it strengthens the application to be able to say that negotiations have begun and even more so that an agreement has been reached.

The workshop will be in English and Icelandic, depending on the needs of participants.

Registration: https://forms.gle/XuLiQZHuVwKETgqG8

The event is free but Læti! accepts donations:
Kennitala: 700112-0710
Reikningur: 301-26-700112

The Grant Writing Workshop on Facebook: https://www.facebook.com/events/1654235045427431

After the workshop, stay for a meet-up event where musicians and other creatives can explore bio writing and band photos as well as show others what they are working on. Everyone is welcome to show their works or simply relax and enjoy the works of others. This informal gathering offers a space for musicians and other creatives to share their work, exchange feedback, and this time we'll work on refining their personal branding.

Whether you're looking to craft a compelling bio, enhance your band photos, or simply enjoy the creativity of others, this is the perfect opportunity. Participation is entirely up to you—present your work or just sit back and appreciate the diverse talents in the room.

This is a perfect opportunity for DIY artists to get support and feedback from like-minded individuals!

Women and marginalised genders are welcome in this supportive and inspiring environment. This informal meet-up offers a safe space for gender minorities in music.

Originally, these meetings were called "Solo Artist Meet Ups" and were made to allow people who generally work alone on their music to meet other people in the same situation. We have decided to open the events to all kinds of creative people who don't necessarily work in music, as well as to people who work in groups (eg bands).

Meet-Up Event: https://www.facebook.com/events/1713998132702760