Breiðholtsbúðirnar í febrúar voru frábærlega vel heppnaðar og það var rífandi stemning á lokatónleikunum okkar. Við viljum þakka öllum frábæru stelpunum sem rokkuðu með okkur fyrir stuðið og gleðina. Við þökkum líka Erlu Stefánsdóttur hjá Reykjavíkurborg kærlega fyrir að gera heimildaþátt um Breiðholtsrokkið.
