Hæfileikabúnt, hönnuðir, graffarar, krotarar, teiknarar athugið!

 

 

Skissur fyrir Stelpur rokka! 

Í ár eiga Stelpur rokka! 5 ára starfsafmæli! Við munum af því tilefni útbúa varning til sölu (barmmerki, boli & poka) til styrktar starfinu og við bjóðum öllum sem hafa gaman af að skapa að leggja höfuðið í bleyti og skissa upp hugmynd að mynd sem gæti hentað á slíkan varning. Að sjálfssögðu er viðfangsefnið Stelpur rokka! en annars má hugmyndaflugið fá lausan tauminn. Við hvetjum alla til að rissa upp skissu eða tvær og styðja í leiðinni Stelpur rokka! við að bjóða upp á fleiri rokkbúðir og rokksmiðjur fyrir stelpur og transkrakka! 

Skilafrestur er til 28. febrúar á rokksumarbudir@gmail.com

Ekki þarf að fullvinna hugmyndina til að skila inn. Samtökin eru sjálfboðaliðarekin og starfa ekki í hagnaðarskyni. Við höfum því miður ekki tök á að greiða fyrir allar skissur sem berast en greidd verður táknræn þóknun fyrir þær skissur sem verða valdar á varninginn. Skissuhöfundar munu einnig að sjálfsögðu fá eintök af varningi með sinni mynd!