Gleðilegt nýtt rokkár!
Við þökkum kærlega fyrir samstarfið og stuðninginn á árinu sem leið og hlökkum til að bjóða upp á fleiri rokkbúðir, smiðjur og námskeið í ár!
Skráning er hafin á 10 vikna hljóðfæranámskeið sem hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Námskeiðið fyrir allar stelpur, konur, trans einstaklinga og kynsegin einstaklinga, 8 ára og eldri. Kennarar eru þaulreyndar tónlistarkonur sem hafa starfað við kennslu og hljómsveitastjórn hjá Stelpur rokka! í mörg ár. Við mætum hverjum nemenda þar sem hann er staddur, með spilagleðina, góða rokkorku og skapandi nálganir í fyrirrúmi.
Viðmiðunarþátttökugjald er 50.000 krónur. Frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Einnig er hægt er að nota Frístundakort ÍTR til að greiða fyrir námskeiðið fyrir 6 til 18 ára þátttakendur.
Kennt verður á gítar, hljómborð, trommur og söng.
Námskeiðið hefst í byrjun febrúar og stendur í 10 vikur. Aðgengi er gott í kennsluhúsnæði.
English version
We are proud to offer new 10 week instrument classes for both beginning and intermediate musicians, from ages 8 and up. Registration is open for all girls, women, trans and gender non-conforming individuals. The classes will be taught by experienced women musicians who have band coached and taught with Stelpur rokka! for the past 5 years. We value creative approaches to instrument learning and we strive to cater to each individual´s learning styles and creative interest.
Suggested tuition for the 10 week course is 50.000 isk. We offer sliding scale tuition. We partner with Frístundakort ÍTR for payment for participants from ages 6 to 18. Accessibility is good at our lesson locations. Classes start at the beginning of February.