Í ár munu Stelpur rokka! ráðast í sitt allra stærsta verkefni til þessa: að halda yfir 110 manna alþjóðlegar ungmennarokkbúðir á Hvanneyri í ágúst!
Rokkbúðirnar eru hluti af verkefninu MEME Vol. 2, en MEME stendur fyrir: “Music Empowerment Mobility and Exchange”. Það er Evrópskt samstarfsverkefni sem miðar að valdeflingu ungmenna í gegnum tónlistarsköpun og samvinnu. Verkefnið er styrkt af Erasmus+, samstarfsáætlun ESB.
Við stöndum þó alls ekki ein í þessum stórræðum, því að verkefninu standa alls 12 rokkbúðasamtök víðs vegar að í Evrópu.
MEME Vol. 2 er framhald vel heppnaðs MEME verkefnis síðasta árs, sem fól í sér alþjóðlegar rokkbúðir í Berlín í júlí og ráðstefnu fyrir skipuleggjendur rokkbúða í Belgrad í semptember.
MEME Vol. 2 rokkbúðirnar á Íslandi munu standa yfir í viku, og gera um 60 ungmennum á aldrinum 16-30 ára, ásamt yfir 30 leiðbeinendum og sjálfboðaliðum frá a.m.k. 10 löndum, kleift að koma saman, læra á hljóðfæri, mynda hljómsveitir og semja lög, prófa sig áfram á sviði kvikmyndagerðar og fjölmiðlunar, deila reynslu sinni og læra um verkefnastjórnun og hvernig hægt er að byggja upp alþjóðlega hreyfingu.
Meðan á búðunum stendur munum við bjóða samstarfsaðilum, fjölmiðlum og öðrum áhugasömum á opið hús til að kynna sér verkefnið og það sem það stendur fyrir.
Við bjóðum jafnframt öll hjartanlega velkomin á lokatónleika búðanna, laugardaginn 10. ágúst. Nánari upplýsingar um stað og tíma væntanlegar, svo fylgist með hér á síðunni, samfélagsmiðlum Stelpur rokka!, eða: