Þjórshátíð á morgun, laugardaginn 22. júní

Thjorshatid_cover2.jpg

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Þjórshátíð, baráttuhátíð gegn Hvammsvirkjun laugardaginn 22. júní á Flatholti við mynni Þjórsárdals.

Hátíðin er haldin til minningar um Helgu Katrínu Tryggvadóttur, eins af stofnanda Þjórshátíðar, sem lést á síðasta ári, aðeins 34 ára gömul. Við söknum Helgu alla daga en eldmóður hennar og baráttuþrek fyrir félagslegu réttlæti og umhverfisvernd er okkur stöðugur innblástur til góðra verka.

Í boði er fjölbreytt tónleikadagskrá, gönguferðir, myndlistarsýning og barátturæður frá fulltrúum ýmissa umhverfisverndarhreyfinga.

Það er ókeypis aðgangur á hátíðina en tekið við frjálsum framlögum. Sjáumst í baráttuhug!

Thjors_poster_web.jpg