Við hlökkum mikið til að hefja frábært nýtt vornámskeið eftir nokkrar vikur!
10 vikna rokkrúllettan er fyrir stelpur, trans og kynsegin á öllum aldri ( 10 ára +).
Í rokkrúllettu æfir þú með hljómsveit, semur frumsamið lag og kemur fram á lokatónleikum!
Æft er einu sinni í viku, tvo tíma í senn í tónlistarmiðstöð samtakanna í Völvufelli 15 -17.
Önnin hefst 20. janúar á hóphittingi og lýkur á afslöppuðum lokatónleikum þann 3. apríl.
Hljómsveitastjórnendur eru meðal okkar reyndustu sjálfboðaliða, með áralanga reynslu af valdeflandi kennsluaðferðum fyrir byrjendur og lengra komna.
Rokkrúllettan kostar 25.000 krónur. Hægt er að nota Frístundakortið til að greiða fyrir námskeiðið. Frí og niðurgreidd pláss í boði!
Engin hljóðfærakunnátta nauðsynleg. Við bjóðum upp á hljóðfærakynningu og við getum einnig lánað hljóðfæri til að æfa sig heima með!
Skráning er hafin! Takmarkaður fjöldi, við mælum með að skrá sig tímanlega.