Stelpur Rokka! verða með frábæra Iceland Airwaves off venue dagskrá fimmtudaginn 5. nóvember á LOFT Hostel í Bankastræti. Með tónleikunum viljum við fagna góðu rokksumri og um leið vekja athygli á stöðu tónlistarkvenna á stórum tónlistarhátíðum á borð við Iceland Airwaves. Dagskráin er þéttskipuð mögnuðum tónlistarkonum sem margar hafa verið virkar í starfi okkar í gegnum árin. Hljómsveitin Kyrrð mun einnig frumsýna GLÆNÝTT tónlistarmyndband við lagið „Án þín“:
15:15 Bláskjár
16:00 Rauður
16:45 Börn
17:30 EAST OF MY YOUTH
18:15 Dream Wife
19:00 Tuff Love
Það er frítt inn fyrir alla og ekkert aldurstakmark. Það er gott aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun til staðar. Airwaves-armbönd ekki nauðsynleg. Stelpur Rokka! verða á svæðinu með ýmsan varning til sölu til styrktar starfinu. Við hvetjum alla rokkbúðaþátttakendur, vini og velunnara Stelpur rokka! til að koma við!