Frábær helgi á ráðstefnu Rokkbúðabandalagsins

Stelpur rokka! sendu átta fulltrúa á mjög vel heppnaða ráðstefnu Rokkbúðabandalagsins sem haldin var í Philadelphia í Bandaríkjunum dagana 21. - 23. mars síðastliðinn. Bandaríska sendiráðið á Íslandi styrkti ráðstefnuferðina og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Rokkbúðabandalagið er alheimshreyfing rokkbúða sem býður árlega upp á fagráðstefnu þar sem skipuleggjendur rokkbúða sækja vinnusmiðjur, fundi, fyrirlestra og styrkja samstarfsböndin sín á milli. Fulltrúar frá Stelpur rokka! héldu í þetta sinn vinnusmiðju um hvernig rokkbúðaskipuleggjendur geta notað þemaumræður og hópeflisleiki til að efla sjálftraust þátttakenda í búðunum. Stelpur rokka! eiga einnig fulltrúa í stjórn bandalagsins, Áslaugu Einarsdóttur, en hún tók þátt í skipulagningsvinnu fyrir ráðstefnuna og sinnti verkefnum á meðan á henni stóð. Við snerum heim með fullar töskur af hugmyndum og áætlunum fyrir árið. 

Fulltrúar Stelpur rokka! á ráðstefnunni; Ingibjörg Elsa Turchi, Hildur Berglind Arndal, Erla Elíasdóttir Völudóttir, Áslaug Einarsdóttir, Auður Viðarsdóttir, Hildur Þóra Sigurðardóttir og Sunna Ingólfsdóttir.

Fulltrúar Stelpur rokka! á ráðstefnunni: Ingibjörg Elsa Turchi, Hildur Berglind Arndal, Erla Elíasdóttir Völudóttir, Áslaug Einarsdóttir, Sunna Ingólfsdóttir, Hildur Þóra Sigurðardóttir og Auður Viðarsdóttir. Á myndina vantar Klöru Arnalds.