Við erum mjög spenntar að fara af stað með nýtt og skemmtilegt verkefni fyrir 16 til 18 ára stelpur sem hafa komið tvisvar eða oftar í rokkbúðirnar. Um er að ræða sjálfboðaliðaverkefni sem heitir Ungliðar Stelpur rokka!
Ungliðar Stelpur rokka! munu hjálpa til við framkvæmd rokkbúðanna fyrir 10 til 12 ára stelpur dagana 15. til 17. júní.
Helstu verkefni eru að taka ljósmyndir í búðunum, skrifa bloggfréttir, stilla upp hljóðfærum og hjálpa til við að skipuleggja áhugaverðar vinnusmiðjur. Ungliðar geta líka verið meðhljómsveitastýrur og meðhljóðfærakennarar ef áhugi er fyrir hendi.
Ungliðarnir fá fræðslu um Stelpur rokka!, hádegismat, ferðaþóknun, rokkskírteini og rokkglaðning á lokatónleikunum.
Við hvetjum allar 16 til 18 ára stelpur sem hafa komið tvisvar eða oftar í búðirnar að hafa samband fyrir 10. maí á rokksumarbudir@gmail.com. Hlökkum til að heyra frá ykkur!