Við hvetjum 12 til 16 ára stelpur í Breiðholtinu að koma í ókeypis hljómsveitasmiðju laugardaginn 13. júní. Smiðjan er hluti af Breiðholt festival og verður staðsett í félagsmiðstöðinni Hólmaseli. Áhugasamar mega senda okkur tölvupóst á rokksumarbudir@gmail.com og taka fram nafn, aldur, netfang og símanúmer foreldra eða forráðamanns og hljóðfæraval. Í boði er bassi, gítar, söngur, hljómborð og trommur. Engin kunnátta er nauðsynleg og öll hljóðfæri verða á staðnum. Það eru aðeins 10 pláss í boði svo það er mikilvægt að skrá þátttöku tímanlega. Hlökkum til að rokka saman í Breiðholti!