Lagasmíðavinnusmiðja í Hörpu 21. júní

Stelpur rokka! bjóða 13 til 16 ára stelpum í ókeypis lagasmíðavinnusmiðju í Hörpu þann 21. júní næstkomandi í samstarfi við KÍTÓN. 

Í lagasmíðavinnusmiðjunni lærum við að semja lag og texta, búa til takt og svo tökum við lagið upp á staðnum. Við prófum alls konar græjur, hljóðgervla, forrit og öpp og lærum um fjölbreyttar tónlistarkonur í leiðinni. Smiðjan fer fram annars vegar milli 10 og 13 og hins vegar milli 14 og 17. 

Aðgangur er ókeypis og hægt er að skrá þátttöku með að senda póst á kiton@kiton.is