Við verðum með 4 frábærar rokksmiðjur í september og október fyrir 12 til 16 ára stelpur og transkrakka. Í boði verða rappsmiðja, tónlistarmyndbandasmiðja, plötusnúðasmiðja og raftónlistarsmiðja. Hægt er að skrá sig í eina smiðju, nokkrar eða allar smiðjur. Viðmiðunarþátttökugjald í allar smiðjur er 20.000 krónur en frí og niðurgreidd pláss eru í boði. Nánari upplýsingar um smiðjurnar má finna hér