Við fengum á dögunum þær frábæru fréttir að Stelpur rokka! eru tilnefndar til Menningarverðlauna DV í tónlistarflokki. Verðlaunin verða afhent í Iðnó þann 9. mars en alls eru 46 menningarverkefni, listafólk og hópar tilnefnd. Við erum virkilega kátar með þessa fallegu viðurkenningu á starfinu okkar.
Hér er hægt að lesa um allar tilnefningarnar og kjósa það verkefni sem hverjum og einum líst best á, en vinsælasta tilnefningin hlýtur lesendaverðlaun DV. Við hvetjum alla sem vilja styðja okkur í kosningunni að smella "like" á Stelpur rokka!