Skráning í Músíktilraunir er hafin!

Við hvetjum allar stelpur og transkrakka og öll ungmenni á aldrinum 13 til 25 ára til að skrá sig í Músíktilraunir.  Skráning hefst þann 1. mars og stendur til 14. mars. Hægt er að skrá sig á musiktilraunir.is en keppnin verður haldin í Norðurljósasal Hörpu dagana 2. - 9. apríl. 

Músíktilraunir eru fyrir löngu búnar að festa sig í sessi sem ein besti stökkpallur landins fyrir ungt fólk að byrja að spila og semja tónlist og koma fram opinberlega. Við fögnum því að síðustu ár hafa fjölmargar stelpur stigið á stokk í keppninni og við vonum að í ár verði metþátttaka hjá stelpuböndum. 

Áfram Músíktilraunir, gleði, rokkorka og tilraunamennska!