Fjögur ný alþjóðleg samstarfsverkefni á 5 ára afmæli Stelpur rokka!

Stelpur rokka! fagna 5 ára starfsafmælinu sínu í ár! Frá því að við byrjuðum með fyrstu rokkbúðirnar í Reykjavík árið 2012 hafa yfir 300 þáttakendur hafa tekið þátt í rokkbúðum og rokksmiðjum. Í ár höldum við 5 rokkbúðir víðsvegar um landið og tökum á móti metfjölda þátttakenda.

Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarkonur hafa stigið fram eftir rokkbúðirnar og tekið þátt í Músíktilraunum, spilað á tónlistarhátíðum og jafnvel unnið til verðlauna! Við höfum verið svo heppnar að njóta stuðnings fjölmargra samstarfsaðila sem hafa hjálpað okkur að stækka og við höfum stækkað hratt. Núna eru yfir 50 konur virkar í sjálfboðastarfi Stelpur rokka! og verkefnin hafa aldrei verið jafn mörg og fjölbreytt. 

Rokkorkan er í hámarki og við ætlum að fagna afmælinu okkar með fjórum stórum samstarfsverkefnum við rokkbúðir í öðrum löndum. Við viljum nýta þann góða meðbyr sem við höfum fengið til að styðja samstarfskonur okkar sem skipuleggja rokkbúðir í öðrum löndum. Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu rokkbúða sem allar starfa eftir sömu gildum femínisma, félagslegs réttlætis, samhjálpar og samstöðu. Afmælisverkefnin eru: 

 

Rokkbúðir í Grænlandi í samstarfi við grænlenskar tónlistarkonur
Rokkbúðir í Færeyjum í samstarfi við færeyskar tónlistarkonur
Hljóðfærasöfnun fyrir rokkbúðir í Tógó
Samstarf við rokkbúðir gegn þöggun í Póllandi