Stelpur rokka! unnu lesendaverðlaun Menningaverðlauna DV þann 9. mars síðastliðinn. Kosið var á milli allra 46 tilnefninga til Menningarverðlaunanna í netkosningu og fengu Stelpur rokka! flest atkvæði. Við erum gríðarlega þakklátar fyrir þann frábæra stuðning sem við fengum og þökkum kærlega öllum þeim sem kusu okkur!