Músíktilraunir eru svo frábært tækifæri fyrir hljómsveitir og tónlistarfólk til að semja efni & spila opinberlega. Í fyrra var metþátttaka kvenna í Músíktilraunum. Í ár viljum við sjá enn fleiri stelpur, konur, trans og kynsegin fólk á sviðinu! Við hvetjum alla til að taka slaginn og sækja um - enda er þetta ótrúlega skemmtileg hátíð!