Við bjóðum í fyrsta skipti upp á einkatíma á hljóðfæri og í söng í febrúar og mars. Við hvetjum áhugasama byrjendur sem lengra komna, til að skrá sig og tryggja pláss. Frí og niðurgreidd pláss í boði og skráning er hafin hér.
Nánari upplýsingar:
Tímarnir henta jafnt fyrir byrjendur og fyrir lengra komna og verður námið sniðið að þörfum hvers og eins nemanda. Kennarar eru reyndir kennarar í rokkbúðum Stelpur rokka! og verður hugmyndafræði Stelpur rokka! höfð að leiðarljósi í kennslunni. Komið verður til móts við hvern og einn þátttakanda þar sem hann er staddur og áhersla lögð á spilagleði og samvinnu.
Möguleiki á hljóðfæraláni (gítar, bassi, trommur) til þeirra sem á þurfa að halda. Það er gott aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun. Tímar fara fram á tímabilinu febrúar og mars. Kennt verður á íslensku eða ensku, eftir þörfum. Kennt verður miðsvæðis í Reykjavík.
Skráningafrestur er til 15. febrúar.