Loksins koma búðirnar sem við höfum beðið eftir! Skráning er hafin í gistirokkbúðir í Hveragerði fyrir 16 til 20 ára ungmenni dagana 20. til 23. október.
Komdu og vertu hluti af hreyfingunni gegn kynbundnu ofbeldi og skapaðu tónlist í samvinnu við farsælar tónlistarkonur.
Frí og niðurgreidd pláss eru í boði - allur matur og gisting innifalin + hljóðfæratímar, hljómsveitaæfingar, vinnusmiðjur, tónleikaheimsóknir, kvölddagskrá og lokatónleikar á Loft Hostel!
Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg - bara löngun til að skapa og fræðast saman í innilegu umhverfi.